To-do-list Það detta oft inn spurningar um hvað pör geta gert saman, annað en að hanga inni og horfa á bíómyndir eða ríða. Það er mis mikið og getur farið rosa eftir aðstæðum. T.d. á hvaða aldri ert þú og kæró, búiðið ennþá heima hjá foreldrum þínum, eða eruð þið ungt par sem búið saman? Með lítið barn?
Fer líka eftir því hvar þú býrð á landinu.
Hvort það sé sumar eða vetur, hvernig veðrið er, hvaða vikudagur.
Líka eftir því hvort þið ætlið að gera eitthvað sem kostar nákvæmlega ekkert, það er alltaf nóg að gera á íslandi ef þú átt peninga.
Fólk hefur líka mismunandi áhugamál, og finnst mis gaman að gera hluti.
Ég ætla að skrifa bara smá lista um kannski einhverjar tillögur sem pör geta gert saman.
Það verður örugglega margt skrifað niður sem þið hafið oft gert saman eða þegar gert, eða ykkur sjálfum dettur í hug, en jæja.

1. Fara í roadtrip
2. Rúntinn eða ísbíltúr
3. Eldað saman
4. Hafa nammi/kósý kvöld
5. Veiða
6. Útileiga
7. Göngutúr/Miðnæturgöngutúr, út með hundinn (ef þið eigið)
8. Göngutúr í rigningu, koma svo inn og hlýja hvort öðru og þurrka hvort öðru, svo kúra með þetta kósý veður úti og kannski bara með heitt kakó í leiðinni
9. Fjallagöngu
10. Út að skokka eða ræktina
11. Gannislag/glímu
12. Koddaslag
13. Handklæðastríð
14. Kitluleikinn
15. Berjamó
16. Sólbað
17. Nauthólmsvík
18. Sjósund
19. Fara í bað/sturtu saman
20. Snjóbretti/skíði/snjóþotu
21. Ísklifur
22. Shopping spree t.d á verslunarmiðstöðvarnar
23. Leigja hesta og fara í reiðtúr
24. Riverrafting
25. Paintball
26. Skautahöllinn
27. Línuskauta
28. Fara á söfn
29. Róa á bát, eða fara á snekkju
30. Fara í sund, alltaf geðveikt gaman að fara í sund og synda saman eða fara í rennibrautina, eða bara chilla í heitapottinum, fara í gufuna.
31. Bíó.
32. Poppslag.
33. Matarslag.
34. Mata hvort annað.
35. Húsdýragarðurinn.
36. Læra saman ( t.d. ef þið eruð í skóla).
37. Taka myndaflipp saman eða taka uppá vidjó.
38. Spila saman tölvuleiki í 2 player, eða lana saman t.d. world of warcraft eða eitthvað haha.
39. Eða bara spila með venjulegum spilum eða öðrum, fullt af skemmtilegum spilum einsog pictionary o.fl.
40. Nuddað hvort annað, keypt nuddolíu og haft smá slökunarkvöld.
41. Það er oft gott að fara bara yfir eina helgi aðeins úr bænum, komast úr daglega stressi t.d. á veturnar í sumarbústað og hafa slökkt á símanum ykkar á meðan. Bara þú og makinn ( enginn annar til ).
42. Teikna/mála saman.
43. Spila á hljóðfæri saman.
44. Ef þið eruð eitthvað fyrir íþróttir, þá er alltaf gaman að fara út í garð og spila fótbolta eða eitthvað, eða fara á fótbolta, handboltaleiki saman, horfa á fótboltan í sjónvarpinu.
45. golf/mini golf.
46. Vatnsbyssustríð/Vatnsblöðrustríð.
47. Snjókast, búa til snjókall saman eða snjóhús.
48. Útlandaferð.
49. Dansa.
50. Syngja.
51. Gokart.
52. Fara í réttir.
53. Eltingarleik.
54. Trampólín.
55. Tónleika.
56. Rölta niður miðbæin, fá sér kannski bjór í leiðinni og setjast t.d. úti einsog á sumrin. Mæli bara með inni á veturnar.
57. Bláa Lónið.
58. Taka til saman og bara hafa gaman að því, láta skemmtilega tónlist sem þið bæði fýlið og koma ykkur í gang.
59. Lautarferð.
60. Fara útá róló ( t.d. með barnið).
61. Fara út og leggjast einhversstaðar í grasið, eða snjóinn og horfa uppí himininn og kúra, eða segja sögur t.d. draugasögur, taka teppi með þessvegna, (hægt að gera innan bæjars, en líka skemmtilegt að keyra kannski aðeins útúr bænum til að fá meira næði).
62. Mér finnst líka alltaf nice einsog á veturnar að setjast bara niður á kvöldin með slökkt í húsinu og kertaljós með nice rólegri eða chill music í gangi og bara ræða málin eða bara um allt og ekkert, og oft með bjór í leiðinni.
63. Það er oft sem fólk sést fyrir framan tölvuna á kvöldin eftir vinnuna eða daginn, það er mjög sniðugt að búa til svona reglu eins og á mínu heimili að það er bannað að fara í tölvuna að minnsta kosti tvo tíma á kvöldin, þá er allt „householdið“ heima hjá mér, vinirnir og kærastinn förum þá oft að gera eitthvað skemmtilegt saman, allt mögulegt, eða bara við tvö ( ég og kæró ), tjaa enda þar sem ég bý núna mætti kalla bara félagsmiðstöð haha, með allt krökkt af brjáluðum apaköttum.

Ég skrifaði niður bara svona the basic, held ég.
Það er alltaf nóg að gera, alltaf hægt að finna fullt af fáránlegustu hlutum til að gera. Þess vegna bara klifra uppí tré saman eða eitthvað haha.
Make memories together.
Available for parties ^-^