Það hefur margt verið skrifað hérna núna um sjálfsmorð og þunglyndi, ýmsar skoðanir á hlutunum sem eðlilegt er. Það eru ótrúlega margir sem eiga við þugnlyndi að stríða af mörgum ástæðum. Eðlilegast er að leita sér hjálpar, margir gera það, og hef ég sjálf gert það. Fyrir uþb 4 árum síðan gerði ég tilraun til að drepa mig(var ekki sú fyrsta, en sú versta fram að þessu). Þetta gerðist í partýi, ég var drukkin og fór inná klósett þar sem ég skrapaði úlnliðinn á mér. Þegar ég síðan sá allt blóðið, panikkaði ég og hljóp fram þar sem hringt var á sjúkrabíl og ég flutt uppá slysó. Ég grét í marga daga á eftir þegar ég hugsaði um það sem ég hafði gert, og það sem ég hafði lagt á alla þá sem urðu vitni að þessu. Eftir þetta var ég sett á þunglyndislyf og í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi. Allt varð betra, tilveran varð æðisleg. Ég taldi mig læknaða og hætti öllum pakkanum. Fljótlega fór að bera á sama vandanum aftur. Ég gerði tilraunir, mér var sagt að drífa mig aftur til geðlæknis og sálfræðings en ég gat bara ekki séð hvað það mundi hjálpa. Svo ég hélt áfram mínu striki, að berjast um í þessari ömurlegu tilveru sem ég lifði í. “Þú verður að gera eitthvað í þessu, rífðu þig uppúr þessu og hættu þessari sjálfsvorkun”. Þetta hef ég heyrt ansi oft. Samfara þessu hef ég þurft að glíma við áfengisvanda, því þessi augnabliks vellíðan sem það veitir mér hefur alltaf kallað á mig aftur og aftur. Ég er stundum það slæm að ég bara hef ekki áhuga á að fara framúr á morgnana, bara sé ekki neitt.
Svona hefur þetta gengið, núna er ég á þunglyndislyfjum, búin að vera í tæpt 1/2 ár, líður ennþá upp og niður. Og núna síðast um helgina þá reyndi ég, en gat ekki og ég hataði sjálfa mig fyrir það hversu mikill aumingi ég væri að geta ekki gert þetta..Ég veit að það er ekki rétt að hugsa svona, og allir tala um að það sé hægt að leita sér hjálpar. En ég hef gert það, og ekkert lagast. Hvað er þá eiginlega að? Er þetta bara ég, er ég ekki nógu opin fyrir því að láta hjálpa mér og sjá það góða í lífinu? Eða er mér kanski ekki viðbjargandi?
Ég held að við sem lifum í dag eigum ekkert frekar erfitt en foreldrar okkar. Það hefur alltaf verið til sorg og erfiðleikar og fólk hefur átt erfitt með að fóta síg í lífinu. Það sem ég held er að umræðan fyrir þessu hafi bara opnast meira, fólk þorir orðið að tala um þetta. Þegar ég var unglingur og var að fá mínar fyrstu sjálfsmorðshugsanir og minntist á það við foreldra mína, var mér bara sagt að þega og að ég ætti að skammast mín fyrir það að hugsa svona……Það hefði verið miklu betra að taka á vandanum strax. Þessvegna verðum við að hlusta á þá sem eru að hrópa á hjálp. Þetta er ekkert annað en kall á aðstoð.