Ég held að við, fólkið í dag, erum bara að takast á við miklu erfiðari hlut heldur en foreldrar okkar og fyrirrennarar. Það var vargur sem var svolítið hissa á því að einhver hafði hugsað um og reynt sjálfsmorð, sem ég held að bendi til þess að hann sé aðeins eldri… Allavegana þá sé ég þetta þannig að við erum kannski að takast á við eitthvað og það gengur illa, manni líður illa, kannski verr en manni hefur liðið og maður kann ekki að takast á við þetta og í raun veit maður ekkert hvað maður er að finna. Bíómyndir koma því inn hjá okkur að allir sem eiga erfitt fremji sjálfsmorð… (ekki algilt) en þetta er orðin lausn. Það getur oft verið erfitt að takast á við eitthvað sem maður vill kannski ekkert takast á við, og það er ennþá erfiðara að þurfa að bera ör á sálinni og hafa atburðinn eða hlutinn á bakinu það sem eftir er. Maður veit bara ekki betur. Maður veit ekkert hvernig á að bregðast við einhverju sem maður þekkir ekki… En það sem ég vildi segja er að þetta er orðið soldið þungt tal á rómantík og ég get ekki séð að það sé eitthvað rómantískt við sjálfsmorð svo að ég legg til að fólk lesi fyrri greinar og sjái það að það er ekkert vit í því að leggja svoleiðis á ættingja og þá sem standa manni næst þegar það er nóg af ungu fólki að “fara” í slysum. Ég þekkti 4 sem létust í sumar og það er bara komið nóg!
Lífsunnandi
Gromit