Allt í lagi þetta er búið að vera ömurlegasti dagur í heimi! Ég ætla ekki að fara út í annað en það sem tengist rómantíkinni…

Sko málið er að ég var með þessum strák fyrir uþb einu ári. Við hættum svo saman, en um jólin fór hann svona að gefa það í skyn að hann væri enn soldið heitur fyrir mér, og ég var/er það í rauninni enn!

Allt í lagi, hann spurði mig hvort ég væri til í að reyna svona longdistance relationship, hann væri meira en til í að reyna það, en ég svona dró soldið úr því, sagðist ætla að sjá til. Allt í lagi svo fyrir viku kemur hann í bæinn minn, (hann er út á sjó) og til að gera langa sögu stutta byrjuðum við saman. Hann þurfti að fara út á sjó um nóttina, og ég bara saknaði hans! Ég var búin að hlakka til að hitta hann, en fékk svo sms frá honum í dag þar sem hann eitthvað svona spurði mig hvort ég væri viss um að ég væri til í svona long distance, og ég sagðist vera alveg til. Mér fannst á honum að hann væri ekkert alveg að vilja þetta, svo ég gekk soldið hart að honum og bað hann um að segja mér alveg satt.
Hann sagði mér þá að hann væri ekkert svo viss um hvort hann vildi svona long…..! Mér leið eins og fífli!

og já allt fór í gegnum sms! þvílíkt persónulegt e-ð! Ég grét í fyrsta skiptið mitt yfir karlmanni! ÉG grét! hmm! ég var á þvílíkum bömmer og spurðu af hverju í ansk. hann hefði ekki sagt mér þetta strax. þá baðst hann afsökunar og sagðist ekki eiga kvenmann eins og mig skilið! þá ákvað ég að gerast soldið vond og sagði (skrifaði) soldið hæðnislega “hver og einn hefur sína skoðun, þessi fjandans bjartsýni stígur mér bara enn og aftur til höfuðs, stupid me hélt að þetta gæti gengið!” þá svaraði hann ja það getur kannski verið sjens næsta haust (flytjum þá bæði suður) eða jafnvel fyrr……. ég varð alveg brjáluð! ég spurði hann hvort hann byggist við einhverju öðru svari en fock off!

En málið er að ég get ekki verið vond lengi, það er í mesta lagi hálftími síðan ég sagði þetta, og ég er strax komin með þvílíkan móral!

Sko ég er fegin að hann skyldi hafa sagt satt, en af hverju var hann þá að spurja mig in first place hvort ég vildi longdistance….?

var ég bara frek að hafa verið með smá svona emotional drama í gangi eða hvað?

kveðja kvkhamlet