Ég á bróður sem er ári eldri en ég og núna fyrr í haust hætti hann og kærastan hans saman eftir 2 ára samband og er bróðir minn (X) alveg í rúst andlega og hefur hann meira að segja hugleitt það að binda bara endi á allt saman, en sem betur fer eigum við svo dásamlegan frænda sem tók X að sér og fór með hann til sálfræðings og svoleiðis.
En það sem mig langar til að segja aðallega er það að sama hvað gerist þá er ENGINN vandi leystur með því að binda endi á allt saman, ef þið eruð eitthvað dán farið þá og talið við einhvern um það, prest, djákna, vin eða ættingja bara einhvern, hægt er að fara upp á sjúkrahús og fá að tala við einhvern en hafið það alltaf fast í huga að það leysir ALDREI neinn vanda að fremja … (get ekki skrifað það !!!!). Þegar ég var í 8 bekk þá reyndi ég að kyrkja mig en sem betur fer kom mamma og stoppaði mig en þetta situr enn þá í mér og ég sé rosalega eftir því að hafa reynt og sé núna hversu heimskulegt það var.
Stöndum saman og hjálpum þeim sem við sjáum að eiga erfitt…
Knús til allra
Luv Nala