Ég las hérna grein á korkinum eftir Mal3.

Hann minntist á það að fólk hérna væri það sem væri annaðhvort í sambandi eða þá að væru bara “lúserar” sem dauðlönguðu í samband.

Er þetta almennt svona hérna ? er litið á það að vera í sambandi eitthvað sérstakt stöðumerki ?

Ég veit það bara að grasið er oftast grænna hinumegin. T.d. þegar maður stundar fullt af kynlífi þá vildi maður kannski meira gera eitthvað annað(ekki það að kynlíf sé náttúrulega þvílíkt brill). En þegar maður er ekki að stunda fullt af kynlífi og er að gera eitthvað annað þá vildu maður miklu frekar vera stunda kynlíf.

Alveg eins og sambönd líta oftast vel út þegar maður er ekki í þeim, hinsvegar þegar maður fer í samband þá er það nokkuð oft sem manni langar að gera hlutina sem maður gerir þegar maður er single.
(Það myndi sumir mótmæla þessu, en suma hluti gerir maður bara ekki þegar maður er í sambandi vegna hins aðilans).

Þetta er að sjálfsögðu ekki algefið.

Vilja flestir hérna hlaupa í samband sem fyrst bara svo lengi sem þeir bera einhverjar tilfinningar til manneskjunar eða lenda bara svona yfirdrifið margir í því að hitta sinn sérstaka maka fyrir þetta tímaskeið ? 18-25 eða svo ?
Mögulega má vera að hjá einhverjum að þeir/þær vilji byrja með einhverjum og helst alltaf vera með einhverjum til að fá þetta stöðutákn vegna þess að það er búist við þessu úr okkar þjóðfélagi!
Ég veit ekki um neinar stelpur sem gera svona. En ég veit um nokkuð mikið af strákum sem byrja hægri vinstri með kvenfólki bara til að vera í sambandi og því sem fylgjir án þess að bera neinar sérstakar tilfinningar til stelpunnar. Hvernig lítur svona við hjá kvenþjóðinni ?