Hvernig á að vera rómantískur kærasti?

Þetta er ekki eitthvað sem á endilega að fara eftir, meira svona guide lines

Gefðu henni blóm, helst að ástæðulausu! Hvenær sem er, hvar sem er!

Sendu henni kort, bara eitthvað krúttlegt sem þú hefur gert sjálfur!

Þegar þið eruð að labba saman, leggðu höndina um mitti hennar. (Varastu að leggja höndina á öxlina) Getur auðvitað einnig haldið bara í höndina á henni.

Ekki bara sofa hjá henni, elskastu með henni! Róleg tónlist, dimmeruð ljós henta vel.

Gefðu henni litlar krúttilegar gjafir uppúr þurru. Minnstu gjafirnar geta oft sagt mest.

Leiktu við hár hennar, en ekki vera uppáþrengjandi.

Þegar þið standið kyrr, leggðu höndina um mitti hennar.

Kúrðu með henni þegar þú getur! Rúm er ekki samansem merki um kynlíf!

Ekki kyssa hana bara á varirnar! Kinnar, háls, enni, axlir, hendur og magi virkar líka.

Vertu duglegur í augnsambandi. Það getur sagt meira en orð.

Ekki segja henni að hún sé heit, flott eða sexí! Segðu henni að hún sé falleg!

Vertu duglegur að bjóða henni út, ekki bara á MacDonalds.

Segðu henni að þú elskir hana. Það er ekki nóg að hún viti af því, hún þarf að heyra það líka annað slagið.

Það sem skiptir hana máli, láttu það skipta þig máli.

Leyfðu henni að finna að hún er það besta sem hefur komið fyrir þig.

Gefðu henni nudd, án þess að hún biðji um það!

Hlustaðu drengur hlustaðu!!

Alltaf skaltu gefa henni athygli!

Haltu um hana lágmark einu sinni á dag!

Ekki vera of alvarlegur! Stelpur vilja frekar stráka með húmor(svo lengi sem það fer ekki út í öfgar).

Leggðu öll smáatriði sem hún segir á minnið, og minnstu svo á það seinna meir. Þá veit hún að þú ert að hlusta.

Gangi ykkur vel ;)
Sjóðbullandi Sexy! Er dom í svefnherbergi Vefstjóra.