Það er eitt sem ég fór að velta fyrir mér þegar ég var að lesa korkana áðan allar tegundir korka ( vandamála, gamla , nýja o.s.fr. ), það kemur mjög oft fyrir þessi umræða um höfnunarfóbíu, Ég tel að ég sé með þessa höfnunarfóbíu eins og svo virðist margir aðrir.

Ég er algjör heigull þegar kemur að því að nálgast hitt kynið nema að á síðusta mánuði eða tvo var kjarkur minn komin svo hátt (eftir margra mánaða uppbyggingu) að ég þorði að bjóða einni stelpu (sem ég er búinn að vera hrifinn af í ár eða svo) í bíó og aðra hluti en nú er kjarkurinn búinn, s.s ég þori ekki að aðhafast neitt þótt að ég er nokkuð viss um að henni líkar vel við mig og meira að segja ein vinkona hennar hefur spurt mig hvort ég ætli ekki að gera eitthvað varðandi stelpuna sem ég er hrifin af og hún bætti við að hún (stelpan sem ég er hrifin af) myndi byrja með mér ef ég myndi spyrja hana, en spurningin er hvernig á ég að spyrja hana eins til dæmis ég á ekki gsm (þótt að ég sé að verða 18 ára) þannig að ég get ekki sent sms sem er alltof ópersónulegt að mínu mati, og ég er með höfnunarfóbíu þannig að ég þori ekki að spyrja hana face to face og ég er ekki að fara að bíða í fleiri mánuði til að safna kjarki!! Mér finnst líka einnig óþægilegt að ég veit ekki hvernig ég á að nálgast hana til að segja henni að ég vil byrja með henni því að ég vil ekki ganga upp að henni og segja upp í flasið á henni ,,Ég elska þig viltu byrja með mér"

hún veit að ég er hrifin af henni og ég held að hún sé líka smeyk þ.e.a.s með höfnunarfóbíu.

við tölum nokkrum sinnum saman í marga klukkutíma í senn og ég er alveg brjálaður í hana og ég verð að gera eitthvað því að ég get ekki hugsað um annað en hana og annaðhvort er þessi höfnunarfóbía að klúðra fyrir mér eða hún er að klúðra öllu fyrir mé