Hæ allir ég er nýr hérna og langar að heyra ykkar skoðun á svo litlu sem hefur verið í gangi hjá mér í 4 mánuði núna.
Þannig er mál með vexti að ég var búinn að vera með konu í tæp fjögur ár konu sem ég elskaði af öllu hjarta.
síðasta sumar fór hún að haga sér undarlega,vann meira flæktist um með vinkonum sínum og virtist aldrei hafa tíma fyrir okkur.
svo núna í byrjun december kom hún til mín eitt kvöldið og sagðist
ekki treysta mér lengur og að hún vildi fara til foreldra hennar að hugsa málið yfir helgina þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu þar sem ég hafði aldrei brugðist henniog hún vildi ekki útskýra nánar hvað ég hefði átt að hafa gert af mér.
alla helgina beið ég og var alveg í rusli yfir þessu svo þegar hún kom til baka sagði hún mér að henni fyndist þetta ekki ganga hjá okkur og að hún vildi hætta með mér hún var meira að segja tilbúin
með lista yfir hvernig átti að skipta innbúinu.
mér fannst þetta undarlegt og fór að spyrja hana nánar og þá viðurkenndi hún að hún hefði haldið framhjá mér nokkrum mánuðum fyrr og hún gæti ekki lifað með það á samviskunni meðan hún væri með mér.
ég sagði henni hve ég elskaði hana og að ég gæti fyrirgefið henni.
En hún vildi ekkert ræða það og vildi bara afgreiða þetta með innbúið,svo fór hún aftur til foreldra hennar.
ég trúði þessu ekki og fékk vini mína til að rannsaka málið fyrir mig og þá kom í ljós að hún hafði ekki farið til mömmu að hugsa heldur til þessa manns og að þau höfðu verið í sambandi í sex mánuði og að hún væri að flytja til hans.
og núna er hún með honum en ég einn,ég geri mér grein fyrir að þetta getur komið fyrir og telst jafnvel eðlilegt.
En það sem særir mig mest er að á sama tíma og hún var með honum
þá skipulögðum við giftinguna okkar sem átti að vera næsta sumar,
hún skrifaði gestalista,skoðaði kirkjur með mér,ræddi breytingar á húsinu sem við höfðum keypt og reifst við mig vegna þes að ég vildi ekki börn strax.
það særir mig mjög að hugsa um það að hún gat haldið áfram að skipuleggja framtíðina með mér,framtíð sem hún vissi að aldrei yrði. Daginn áður en hún hætti með mér sagðist hún elska mig.
eftir skilnaðinn hefur allt hjá mér hrunið,ég sef illa (hangi í tölvunni) sit og hugsa um það sem hún gerði og veit að á meðan hrýtur hún við hliðina á honum.fjárhagurinn er í rúst því við skulduðum í húsinu og því verð ég að selja það.
Ég hætti í vinnunni í reiðikasti eftir að ég heyrði vinnufélagana grínast með það hvað ég hefði látið plata mig.
og ekki er atvinnuleysið að hjálpa mikið upp á sjálfstraustið.
Er eðlilegt að koma svona fram og er hægt að treysta aftur eftir svona? Er það eðlilegt að ég elska hana enn? Á þetta nýja samband hennar séns eftir að byrja svona? er einhver þarna sem hefur gengið í gegnum svona og getur samt sagt mér að hann/hún sé hamingjusamur með einhverjum í dag og treysti fullkomnlega?