Ég senti inn grein fyrir ekki svo löngu síðan (15.jan 2002) http://www.hugi.is/romantik/greinar.php?grein_id=37375 sem fjallaði í stuttumáli um stelpu sem ég var hrifinn af og gat ekki fengið.

Núna er þessi sama stelpa aftur byrjuð að tala við mig og ég eiginlega veit ekki hvort ég á að taka hana eitthvað alvarlega í þetta skiptið. Ég ætla að segja ykkur hugurum aðeins frá því hvað hefur gerst síðan milli okkar, og athuga hvort þið sjáið eitthvað út úr því hvað hún er eiginlega að hugsa.

Á einu fimmtudagskvöldinu núna í janúar þá sagðist hún vilja eyða æfinni með mér í einu SMSinu sínu, ég var að sjálfsögðu upp með mér yfir því að svona frábær, falleg og vel vaxin manneskja væri svona hrifin af mér. Ég tók þetta nú samt með fyrirvara og ákvað að láta hana eiga frumkvæðið í þessum málum, fyrst hún sagði þetta þá fannst mér hún líka þurfa að sýna það í verki. Ég var nefnilega búinn að vera reyna að hitta hana allavikuna, en hún kom alltaf bara með einhverja afsökun. Ég spurði hana hvort hún vildi ekki gera eitthvað með mér um helgina þetta sama fimmtudagskvöld og hún sagðist vilja eyða æfinni með mér, en hún sagðist vera vinna mikið og að það yrði bara að ráðast. Það barst ekki orð frá henni alla helgina og vikuna, og svo frétti ég að hún hafi aftur byrjað aftur með sínum fyrrverandi. Þið getið rétt ýmyndað ykkur hvernig mér leið eftir það, en ég ákvað bara að reyna að halda mínu striki og láta sem ekkert væri. Ég á síður en svo við vandamál að stríða við að ná mér í konu en ég vanda val mitt alltaf, en svona til að kommast yfir hana og fá hana aðeins til að vetja sig í mín spor fór ég á eitt deit, en ekkert gerðist.

Loksins tveimur vikum eftir þetta var mér farið að líða aðeins betur og það leið einn dagur án þess að ég hugsaði neitt um hana. En einmitt þá, þegar ég var í skólanum og ætlaði að kíkja á klukkuna á símnum sá ég á símanum “1 new mesage” ég ýtti á open og á skjánum blasti við mér nafnið hennar …. Hún byrjaði bara á því að spyrja hvernig ég hefði það og allt það svo spurði hún mig hvort ég ætlaði að koma einhverri á óvart á Valentínus, en ég kvaðst ekki ætla að gera það. Svo sagðist hún hafa séð eftir því sem gerðist hjá okkur og vildi bæta upp fyrir það. Hún sagðist hafa áttað sig á því að ég væri sá sem hún elskaði, en ekki fyrrverandi kærastinn hennar. (þau höfðu hætt saman helgina áður en hún senti mér SMSið). Enn og aftur tók ég þessu öllu með fyrirvara, sagði henni ekkert um mínar tilfinningar til hennar og bara hélt að mér höndum því ég vildi ekki lenda í því að særast aftur. Þetta gerðist í byrjunn vikunnar og svo SMSuðumst við þessa vikuna og vitið menn, ég féll aftur fyrir henni en ég vildi það samt ekki. Svo núna í gær (laugardaginn) vorum við eitthvað að SMSast, ég spurði hana hvað hún hafi verið að gera í gærkvöld og nótt og þá taldi hún upp vað hún hafi verið að gera og endaði svo á því að segja “og horfa á video með vinkonu minni og Kidda”. Þegar ég las þetta þá rak mig í rogastans, Kiddi (ekki rétt nafn einstaklings) er að vinna með okkur og hann er mesti fáviti sem ég þekki. Kiddi hefur verið staðinn að því að stela pening á vinnustaðnum, og grunaður um þjófnað á borð við GSM síma á vinnustaðnum og fleira, hann lígur ótakmarkað og er bara frekar misheppnaður einstaklingur, og heldur að hann ráði öllu og reynir að stjórnu öllum í kringum sig. Ég sagði bara við hana “fyrst þú hefur tíma til að hitta þetta fífl utan vinnutíma en ekki mig, þá hef ég lítið meira við þig að tala”. Þá byrjaði hún eitthvað að afsaka sig, en þá rak ég það líka ofan í hana hvernig hún hafi sært mig með því að byrja aftur með sínum fyrrverandi. Hún sagði ekki orð eftir þetta.

Svo stuttu eftir að ég hafði gert hana kjaftstopp, þá vildi hún hitta mig aulitis til auglitis, til að segja mér svolítið. Ég sagði henni að ég væri að fara í bíó með vinum mínum og gæti það ekki. Hún krafðist þess þá að ég mundi hitta hana eftir bíóið og ég samþykkti það. Ég fór heim til mín eftir bíóið sagði henni að ég væri kominn heim, og stuttu seinna bankaði hún uppa hjá mér með dökkrauða rós og skreitingu og sagði “fyrirgefðu” ég kyssti hana á kinnina og sagði að það væri ekkert að fyrirgefa. Svo horfðum við á eina mynd í imbanum með vinum hennar hjá mér og svo fóru þau. Þegar þau voru svo farin tók ég eftir litlu korti á vendinum. Ég las það og það hlómaði einhvernveginn svona.

Hér eftir mun ég gera allt svo þú verðir ánægður/hamingjusamur. Ef þú vilt ég fari, þá fer ég og ef þú vilt ég verði hjá þér þá geri ég það svo þú veriðr ánægður.
Elsku Sprækur minn. Mér þykir þetta leitt með hann Kidda, og biðst afökunar á því hvernig ég hef hagað mér. Ég er bara asni sem veit ekki neitt ! Enn og aftur fyrirgefðu. Mér þykir mjög vænt um þig og meira en það. Þú veist vel hug minn til þín Sprækur minn.
Þín XXXX

Hvað er hún að hugsa núna ? Er hún bara að nota mig eins og varadekk eftir að hafa hætt með sínum fyrrverandi aftur ? Eða er henni alvara í þetta skipti ? Það sem fékk mig virkilega til að taka hana aftur til greina og endurskoða þetta mál allt var rósin, og það hugarfar sem með henni fylgdi.Svo ég taki það fram þá höfum við aldrei kysst nema bara þessi eini koss á kinnina fyrir rósina.

En ég er satt að segja frekar hræddur við þetta all saman, ég byrja ekki með hvaða stelpu sem er og það er til dæmis komin næstum 2 ár síðan ég var með stelpu síðast. Ég verð að finna til öryggis og geta treyst stelpunni/konunni sem ég er með 100% og er þessvegna frekar hræddur um að sagan endurtaki sig bara ….

Ætti ég að láta vaða, eða hrinda henni frá mér ?