Jæja núna eru tveir dagar síðan valentínusardagurinn var. Miklar umræður hafa skapast hér vegna þessa dags, en þessi grein á ekki beinlínis að vera um þennan dag. Ég vildi bara opna þessa grein á að minnast þennan dag.

Ég er einhleyp (vá það er eitthvað svo “fullorðinslegt” orð!) :) Einn fyrrverandi kærasti minn er út á sjó, við erum alveg fínustu vinir. Málið er að hann hafði sagt mér að hann væri enn heitur fyrir okkur, en ég var svona á báðum áttum. Seinasta fimmtudag landaði skipið sem hann er á hérna í litla bænum mínum. Hann hringdi og við ákváðum að hittast. Við hittust í sjoppu hérna á staðnum, sem er í senn matsala og allur andskotinn, hefur stundum verið kallað “hjarta bæjarins” því þangað ferðu ef þú vilt hitta fólk! Jæja við hittumst, spjölluðum í kannski 2 tíma. Þetta voru bestu 2 tímar í heimi, og ég sá að ég sakna hans bara ekki lítið. Og þar sem ég byrjaði greinina á valentínusardeginum, þá var þetta besta valentínusargjöf í heimi… bara að fá að hitta hann og átta mig á því að ég virkilega sakna hans.

Hann á afmæli í dag… eða í gær reyndar það er komið yfir miðnætti… en hann fór út á sjó í dag, en kemur aftur inn á morgun. Mig langar svo að gera eitthvað sérstakt, því við vorum saman þegar ég átti afmæli síðast, og hann gerði þann dag ógleymanlegan! En ég vissi ekki hvað ég ætti að gera, svo mér datt í hug danskur siður sem danskir krakkar kynntu mig fyrir í sumar. Hann er sá að stelpan (getur hvort sem er verið strákur eða stelpa) gefur stráknum draslið sem er á gos dósum, þetta U-laga dót, svo hann skuldar henni koss, hann geymir U-dótið í krukku, og geymir í annari krukku þar sem hann safnar U-dótinu sem á eftir að nota, sem hann ætlar að gefa e-i stelpu. (ef ég man þetta rétt..)

Ég held að innst inni sé ég að vonast til að skilji þau merki sem ég er að reyna að senda með þessari furðulegu afmælisgjöf (ég myndi “náttla” útskýra gjöfina þegar ég sæji furðusvipinn á honum er ég gæfi honum U-dót af gosdós…).

Ég gæti auðvitað talað bara hreint út… en það væri ekki eins skemmtilegt!

Hvað finnst ykkur?

kveðja kvkhamlet

ps. þekkið þið einhverja skemmtilega siði sem maður gæti notað í framtíðinni?