Svikinn.

Ég… Ég var svikinn.

Hvernig… Hvernig gat hún gert mér þetta?

Ég meina… Hafði ég ekki gert allt fyrir hana sem ég gat? Ég studdi við hana þegar henni leið illa, ég borgaði oft fyrir hana leiguna þegar hún átti ekki nóg fyrir henni, ég var góður við hana, ég elskaði hana…

Og í staðinn…

… Var ég svikinn.

Hvar er réttlætið? Afhverju gerði hún mér þetta?

Höfnunartilfinning.

Gvuð hvað ég hata þessa höfnunartilfinningu…

Hún er að heltaka mig. Höfnunartilfinningin. Það er sárt, virkilega sárt, að finna fyrir höfnun frá þeim sem maður elskar. Þeim sem maður hefur gefið allt sitt til. Alla sína orku, alla sína athygli… Alla sína ást.

… Og eftir margra mánaða samband…

Er manni hafnað.

Það er sárt. Mér leið illa. Virkilega illa. Mér leið ekki einsog það væri tilgangur í lífinu lengur… Hún var horfin úr lífi mínu, hvernig ætti ég svosum að geta lifað án hennar? Hún var mér allt… Ég gaf henni hjarta mitt…

… Hún hefur örugglega tekið því sem gríni.

Allavega miðað við hvað hún gerði við það…

Margstappaði á því, stakk það í kássu með nál og gaf það svo hundinum sínum…

… Ætli ég eigi það svosum ekki skilið. Ég er ömurlegur, hvers virði er svosum hjarta mitt? Kannski átti hjarta mitt bara skilið að vera étið af hundi.

Tilhvers ætti ég svosum að vera sár?

Það er ekki einsog þetta komi á óvart… Hún er alltof góð fyrir mig, svo mikið betri en ég, hún er gyðja, fullkomin, svo falleg, svo góð, svo frábær…

… Og síðan ég, við hliðina á þvílíkri gyðju er ég hringjarinn í Notre Dame. Ekki þess verðugur að tala við hana, ekki þess verðugur að sjá augu hennar, ekki þess verðugur að líta í átt að henni, ekki þess verðugur að vera í sama herbergi og hún, vart verðugur að búa í sama landi og hún.

Einhvernveginn enduðum við samt saman.

Og ég var glaður, ójá, hvað ég var glaður…

Allir hafa séð glaðan hund… Ef maður margfaldar það með 100, þá er komin hamingjan sem ég fann í litlafingri vinstri handar… Og svo er þá eftir öll hamingjan í hinum hlutum líkama míns… Ójá, ég var glaður.

Ég hef oft undrast afhverju hún er með mér, af öllum. Ég er, allt nema spes, ég er venjulegur, ég er eins venjulegur og hægt er að vera, ég er varla með húmor, ég stríði henni stundum, ég er ekki fallegur, ég er ekkert…

… En hún var samt með mér.

Ég var farinn að halda að hún vildi virkilega vera með mér…

… Þegar ég sá hana með þessum gaur.

… Hún var nakin, hann var nakinn, hann var beinstífur, ég þurfti ekki að sjá meira…

Hún hafði svikið mig.

“Ég elska þig, þú ert yndislegur, frábær, allt sem ég gæti óskað mér…” hafði hún sagt.

Hvað var hún þá að gera með þessum náunga? Fatapóker? Varla.

Þetta… Þetta var sárt. Hún hafði svikið mig. Hjarta mitt var í rúst. Sál mín var í rúst. Ég var í rúst. Líf mitt… Var á sinn hátt á enda. Hví ekki að gera það formlegt?

Já, hví ekki?

Hnífur… Það er það sem ég þarf. Beittur hnífur. Lausnin við öllum mínum vandamálum.

Ég átti hnífa. Marga hnífa. Svo ég stóð upp og náði í einn góðan.

Rólegur.

Þú getur þetta.

Bara einn, djúpan skurð og þá er þessu lokið…

… Ég þori því ekki.

Best að hita sig aðeins upp…

Hmm… Þetta kitlar. Hmm, blóð. Fallegt blóð. Mér líður ekki jafnilla… Hverjum er svosum ekki sama um kvenmenn… Hmm, blóðið rennur. Og rennur. Þetta er samt alls ekki hættulegt sár, þetta er bara fallegt sár sem dreifði sársaukanum aðeins. Ég fann… Ég fann fyrir róleika við að sjá blóðið streyma.

Ég hugsaði aðeins… Var þetta virkilega það sem ég sá? Gæti verið að hún hafi ekki verið að halda framhjá mér? Gæti verið að ég sé nógu góður fyrir hana? Gæti verið að hún sé sátt við að ég sitji hérna og skeri mig útaf henni?

…Hún var nakin…Þau voru nakin…

Það er öruggt… Henni er alveg sama um mig. Er örugglega skellihlæjandi núna yfir að ég hafi nokkurntímann trúað henni þegar hún sagðist elska mig. Hún hefur verið að fíflast með mig allan þennan tíma. Hún hefur verið að spila með mig… Bara gá hversu lengi hún héldi út með gaur einsog mér. Með svona fífli…

Ég tók hnífinn upp aftur.

Og skar hratt, en mjúklega, á púlsinn.

Vó! Þarna er sko blóð í lagi… Mikið blóð… Fallegt blóð… Mmmm… Blóð…

Það rennur… Svo fallegt… Úlnliðurinn er orðinn alrauður. Mér er hætt að líða illa. Mér líður vel. Blóðið er sefandi… Það róar mig… Ég er farinn að róast…

“HALLI! Hvað ertu að gera?”

Hvað er hún að gera hér? Hún sveik mig! Hún vill ekkert með mig hafa! Hún lék sér að mér! Hún elskar mig ekki!

“Ég er farinn… Bæbæ líf, hæhæ, dauði.”

“NEI! Ekki! Afhverju? Ekki gera mér þetta! Ég elska þig! Hættu! Hættu!”

“Hætta? Það er svolítið seint, ég er löngu búinn að skera…”

“Æjjj, Halli! Ekki gera mér þetta! Ekki fara! Gerðu það Halli, gerðu það!” Hún var grátandi. Hágrátandi. Kannski var henni ekki alveg sama um mig.

“Hvað… Hvað varstu þá að gera með þessum gaur fyrr í kvöld? Þið voruð bæði nakin, hvað á maður að halda!?” öskraði ég á hana. Eða, ég ætlaði að öskra á hana. Þetta kom meira út sem hvísl. Hátt hvísl. Blóðmissirinn farinn að segja til sín. Ég var við það að deyja…

“Æjj, Halli, það var ömurlegt, hann réðst á mig, hann lét mig fara þangað, hann reif fötin af mér, hann ætlaði að nauðga mér… Vinir hans rétt komu til að stoppa hann, hann var blindfullur og vissi ekkert hvað hann var að gera, en ég varð bara stjörf, ég gat ekki stoppað hann, ég gat ekkert gert, ég var frosin… Síðan þá fór ég að leita að þér til að segja þér frá þessu, og fá hjálp frá þér, þú ert alltaf svo góður við mig, þér tekst alltaf að láta mér líða betur… Svo finn ég þig hérna… Svona… Allt blóðið… Ekki fara Halli, gerðu það…”

… Ó.

Svo.. Þannig lá í því.

Gat nú verið.

“Ó… Kata… Æj… Ég vildi að ég gæti tekið þetta tilbaka… Að ég hefði ekki skorið… en… það er búið… Og ég.. Já, ég tók ekki nógu vel eftir á skyndihjálparnámskeiðinu sem ég fór á til að vita hvernig á að stoppa blæðingu við púls… Tókst þú nógu vel eftir?”

“..Nei..”

Just my luck… Frábært… Hérna sit ég, alveg að blæða út eftir að hafa ákveðið að fremja sjálfsmorð, skipti svo um skoðun og vil ekki deyja, en get ekki stoppað það. Frábært. Yndislegt. Örlög, ég elska ykkur. Fífl. Ef ég hitti ykkur í framhaldslífinu drep ég ykkur.

“Kata…. Ég elska þig… Mér varð á… Ég sé eftir þessu… Ég bara gat ekki lifað án þín.. Og hélt þú værir farin… Ég vildi að ég gæti breytt þessu… En ég get ekki breytt þessu.. Finndu einhvern annan, Finnur er fínn strákur, kannski hefur hann áhuga á þér… Bless Kata”

Frábært, gat ég ekki valið neitt annað til að segja? Þetta er það klisjukenndasta sem hægt er að segja, ég hata allt klisjukennt, svo eru síðustu orð mín þannig. Örlögin hljóta að vera skellihlæjandi að mér núna.

“Halli! Nei!” Hvað var hún að öskra… Ég gat ekki breytt þessu… Hmm, allt er að verða svart… Frábært. Ég hata svartan.

Nei sko, ljós. Gott, þá er ekki allt svart lengur…

…Hmmm, það stendur einhver hjá ljósinu.

Best að labba nær… Og nær… Og nær…

Þetta… Þetta líkist… Nei… Getur það verið?

“KATA! Hvað… Hvernig… Habla… dada… dúdú… Haa?”

“Veistu… Það er mikið fljótlegra að stinga sig beint í hjartað þegar maður drepur sig en að skera á púlsinn og deyja svo hægt og bítandi..”

Heyrði ég rétt?

“Fra… Framdiru… Sjálfsmorð?”

“Ekki hljóma svona hissa, þú sagðir sjálfur að þú gætir ekki lifað án mín, tjah, ég get ekki heldur lifað án þín. Svo ég framdi sjálfsmorð. Rétt einsog þú framdir sjálfsmorð.”

“Já en…”

“Ekkert ‘já en’ við mig, ég elska þig, sættu þig við það!”

“… Ætli ég geti ekki gert það” sagði ég og brosti. Ég brosti. Ég og kærastan vorum nýbúin að fremja sjálfsmorð, stóðum í einhverju ljósi og brostum. Hver veit, kannski myndum við fá að eyða eilífðinni saman í paradís?

Hmm, hvað var þetta? Umhverfið virðist vera að breytast… Við.. Já, við vorum komin útá eitthvert engi. Og allt í einu stóð hún ekki lengur metra frá mér heldur 20 metra. Ég hljóp til hennar… Hún hljóp á móti… Ó gvuð, önnur klisja… Eða hvað… Bíddu… Ég ætti að vera kominn til hennar núna… En hún er enn 20 metra frá mér!

Við hlaupum bæði… Við hlaupum… En við færumst ekki nær!

Frábært… Við fáum að eyða eilífðinni tuttugu metra frá hvort öðru, týpískt fyrir mig… Ég ákvað að hætta að hlaupa… Ég settist niður… Hún gerði slíkt hið sama…

… Ég fór að hágráta. Þetta var svooo ósanngjarnt! En svona er þetta… Örlögin virðast hata mig.

Bara tilhugsunin… Að eyða heilli eilífð, bókstaflega, tuttugu metra frá ástinni sinni, og geta ekki komist nær, væri nóg til að buga sérhvern mann. Flestir myndu fremja sjálfsmorð…

… En við gátum það ekki, við vorum búin að því og það var greinilega verið að refsa okkur!

Ég pældi í þessu aftur og aftur… Grét meir og meir… Þangað til ég sofnaði…Og ég vaknaði… Í rúminu, heima.

Ég var með skurð á vinstri hendi.

Ekki stóran, en það hafði samt greinilega blætt mikið.

Þá mundi ég… Ég hafði skorið mig kvöldið áður, hafði lent í rifrildi við kærustuna og leið svo illa eftir það að ég ákvað að lina sársaukann með blóði. Sá svo strax eftir því og fór hálfskjálfandi að sofa…

Það er ekki lausn að skera sig… Það er flótti…

Maður þorir ekki að takast á við málin svo maður sker sig til að líða betur.

En sársaukinn kemur fljótlega aftur, að skera sig er bara tímabundin lausn.

Gott að hafa fattað það.. Áður en ég færi að gera eitthvað klikkað einsog gerðist í draumnum mínum.

Svo ég reis úr rekkju og ákvað að drífa mig í að sættast við kærustuna….