Af hverju Valentínusardagur ? Í hverjum febrúarmánuði um allan heim er verið að skiptast á blómum, sælgæti, gjöfum á milli para og hjóna. Allt þetta er í nafni Valentínusar! En hver er þessi dularfulli herra Valentínus?
Sagan á bak við Valentínusardaginn og þennan heilaga dýrling er hulin ráðgáta. Við vitum að lengi hefur febrúarmánuður verið mánuður rómantíkurinnar. Valentínusardagur eins og við þekkjum hann í dag inniheldur leifar af kristnum og forna Rómverska hefð.

Hver var heilagur Valentíus? Og hvernig tengist hann þessari hefð?
Kaþólska kirkjan þekkir að minnsta kosti þrjá mismunandi heilaga menn sem bera nafnið Valentine eða Valentínus. Allir voru þeir píslarvottar Ein þjóðsaga segir að Valentínus hafi verið prestur sem þjónaði þegnum sínum í Róm á 3 öld. Sagan segir að Kládíus keisari hefið verið þeirrar skoðunar að piparsveinar væru betri hermenn heldur en fjölskyldumenn og bannaði hann hermönnum sínum að kvænast ef þeir vildu vera áfam í hópnum. Valentínus var ekki á sömu skoðunar og gifti hann hermennina á laun! Þegar Kládius komst að því þá skipaði hann hermönnum sínum að finna Valentínus og drepa hann.

Önnur saga segir að Valentínus sjálfur hafi sent fyrsta Valentínusarkortið ! Á meðan hann sat í fangelsi á hann að hafa orðið ástfanginn af ungri stúlku sem var dóttir fangelsisstjórans sem heimsótti hann í fangelsið. Áður en hann lést, á hann að hafa skrifað henni bréf þar sem hann segir ,,Frá þínum Valentínusi“. Bréfið var ritað 14. febrúar og hefur sá dagur verið nefndur eftir það Valentínusardagur.

Þrátt fyrir að sagan á bak við Valentínus þá getum við litið á þema þessa dags á þessa vegu:
Samúð - Hetjudáð - Rómantík.

Það eru ekki mörg ár síðan að íslendingar fóru að spá í þessum degi og margir vilja kalla þennan dag ”Valdísardag" í höfuðið á útvarpskonuninni Valdísi Gunnarsdóttir sem var sú fyrsta að reyna að koma þessum hefðum á hér á landi.
Mörgum finnst þessi dagur of nálægt konudegi enda lendir hann á milli konudags og bóndadags en aðrir fagna því að hafa dag þar sem rómantík er í hávegum höfð og bæði kynin fá að njóta þess.
Kv. EstHe
Kv. EstHer