Ég hef mikið verið að vellta einu fyrir mér, er ,,bannað að reyna við stelpur á föstu". Þetta hefur verið að vefjast aðeins fyrir mér hvort að ég sé að skilgreina orðið bannað rétt. Frá mínu sjónarhorni séð þá sé eg ekkert athugavert við það að reyna aðeins og sjá hversu langt maður kemst. Hver kannast ekki við það að vera á djamminu og vera horfa yfir dansgólfið og koma svo auga á einhverja gullfallega stúlku?, og heyraða síðan frá félga eða vini að hún sé á föstu. Hvað gerir maður, ég bara spyr? er ekki sjálfsagt að reyna og athuga hversu langt maður kemst. Eða er það bara hreinlega bannað. Ég álít það þannig að ég maður reynir ekki þá kemstu aldrei að því hvort eða ekki hún hafi snefil af áhuga. Nú veit ég ekki hvernig stúlkur hugsa upp til hópa né hvað þær of meina eða gera, en vilja stelpur ekki láta reyna við sig þegar þær eru á föstu. Ef lýðurinn hefur skoðannir látið mig endilega heyra.