Ég er að pæla í dálitlu sem ég vil endilega að þið pælið í með mér og deilið þeim pælingum með mér, og öðrum, á prenti! Ég og besta vinkona mín erum alveg ógó góðar vinkonur (annars værum við líklega ekki bestu vinkonur:0)). Hún er alveg ógeðslega flott stelpa og það kemur niður á mér í strákamálum! Allir strákar sem ég kynnist verða hrifnir af henni!! Við erum alltaf saman og ég tala alltaf um okkur, þegar aðrir myndu bara segja ég! “Við gerðum þetta, þetta kom fyrir okkur”, jafnvel þótt að hún hafi lítið sem ekkert komið nálægt málinu. Hún gerir ekki það sama og það böggar mig svoldið. Hún er frábær stelpa og ég vil ekki hætta að vera vinkona hennar vegna stráka (eða strákaleysis :0))! En þetta er samt ógeðslega pirrandi. Við höfum frekar líkan persónuleika, alltaf hressar, brosandi, en hún er samt miklu gjarnari á að fara í fýlu en ég. Fólk treystir mér líka meira en henni og ókunnugt fólk, eða fólk sem ég þekki sáralítið, á það til að koma til mín og trúa mér fyrir öllum sínum helstu vandamálum. Hún er líka mun opinskáari en ég, og á það til að segja bara það sem henni finnst, á stöðum sem eru (eða mér finnst vera) algjörlega óviðeigandi. Málið er samt að mér var bent á það um daginn að ég myndi kannski bara kasta athyglinni yfir á hana í hvert skipti sem ég væri að kynnast fólki. Eða að ég myndi “leyfa” henni að taka athyglina af mér. Svo var mér líka bent á að ég þyrfti ekki alltaf að vera að blanda henni inn í ný sambönd mín, þar að segja þegar ég kynnist nýju fólki. En samt. Mér finnst það einhvernveginn sjálfsagt… ég meina, hún er nú besta vinkona mín!! Á ég ekki bara að geta sætt mig við að allir dýrki hana. Hún er bara þannig persóna, ég tek það fram að ég vil ekki að hún fari að breyta sér neitt!! En tilhugsunin um að ég eigi ekki eftir að ná mér í strák fyrr en ég hætti öllum samskiptum við hana er óbærileg. Því að það verður ekki fyrr en önnur okkar deyr! Endilega segið mér hvað ykkur finnst!!
Fantasia :0)