“Hérna eru minningar og miklar pælingar, vinsamlegast lesið ALLA greinina áður en þið gagnrýnið hluta úr henni því að endinn gæti útskýrt byrjunina, eða öfugt. Ef þú ert ættingi eða náin ástvinur Lárusar og ert ekki sáttur við þessi skrif, mun ég (vonandi) geta fjarlægt þetta strax, eða Stjórnandi gerir það.

Ég kynntist Lalla (Jerico) fyrir löngu í fjölsmiðjunni. Hægt og rólega vorum við orðnir kunningjar og ég var komin í nýjan hóp: Vinnufélagar. fimm eða sex mánuðum eftir það fer Lalli í Hússtjórnarskólan að Hallormsstað og sambandið varður minna þar sem hann sást sjaldnar á msn, og var ekki beint nálægt höfuðborgarsvæðinu. Eftir sirka eitt eða tvö ár er ég orðinn mentaður matsveinn, og er búin að sækja um í húsó, þegar Lalli og Rúnar koma niður í Fjölsmiðju í heimsókn, þá er hann orðinn kokkanemi á Hilton. Byrjaður að reykja, Drekka og búin að grennast um ein 15-25 kíló. Þegar líður á önnina í Húsó og einn til tveir mánuðir eftir af skólanum þá er Lalli komin til að vera hjá Skólastjóranum (Pabbi hans), ég og hann skiptumst á að bömma sígarettur af hvor öðrum og tala eins og gamlir kallar um gömlu góðu dagana þegar við vorum að asnast í Fjölsmiðjunni (Vá hvað þetta er farið að líta út eins og ástarjátning en BELIEVE YOU ME þetta er það EKKI). En hans uppáhalds umræðuefni hans var kærastan hans (Hann gat talað Leeengi um hana) og allar þær sögur og frásagnir sem sagði mér bentu mér á það að hann væri vaxinn út úr þessarri andfélagslegu hegðun sem einkendi hann á tímabili, og hann virtist virkilega vera kominn á gott strik. Seinustu tvær vikurnar vorum við drekkandi og horfandi á bíómindir eins og mestu mátar, og ég man enn þá eftir þegar við vorum fullir og hann er að kafna úr hlátri meðan ég og Ægir vorun að shockerast yfir ”Tranny Bunny-bumping“ atriðinu úr No Body Is Perfect. Seinasta daginn skutla þeir mér út á völl, og við keðjureykjum allir í illa loftræstum pick up truck í tilefni þess að fjórði gaurinn í bílnum reykti ekki. Stuttu eftir að ég er kominn í bæjinn kemst ég að því að kærastann hans hafði haldið fram hjá honum, og eftir að hafa safnað meiri staðreyndum um þetta, læt ég hann vita af þessu. Þetta sagði ég honum á sautjánda júni. Ég er búin að vera grátandi síðan. Ég hef þurft að æða inn í fataklefa í vinnunni til þess eins að geta haldið aftur tárunum, Ég hef grátið mig í svefn, ég hef næstum brotnað niður við að heyra ósköp venjulegar samræður (Þvottafélinn ”framdi sjálfsmorð hún bara óð út úr hilluni, Ekkert múður við “Lalla” lúður, Sástu kastljósið um daginn?
Eftir að hafa lesið korkinn hans, hlustað á það sem sagt var í jarðarförini og séð umræðurnar í kastljósinu, þá kemst ég að því að ég og hann áttum nokkuð sameiginlegt.
Ég varð fyrir miklu einelti í grunnskóla, rétt eins og hann.
Þeim sem ég þorði að treysta, sviku mig illa.
Ég treysti engum.
Ég var þunglyndur.
Ég drekkji mér í bókum, tölvuleikjum og þáttum, af því að raunveruleikinn er yfirleitt dapur og óspennandi.
Ég talið up meira, en mér finnst þetta vera nóg.
Í dag er frekar félagslyndur, er nær alla daga með vinum mínum og raunveruleikinn og framtíðinn eru spennandi. Ég á íbúð sem ég leigi út á 175.000 á mánuði og vinnan skilar rétt undir 150.000 á mánuði, og mun hækka töluvert um áramótinn og þegar ég skila inn sveinsprófinu.
Aftur á móti, á ég í miklum vanda með steplur (“aaah, þess vegna er þetta á rómantík” er einvher að hugsa).
Mér hefur verið hafnar nokkuð oft (Allt er þegar þrennt er MY ASS) og allt annað = Drunk One Night Stands.
Sambönd eru mér gríðarlega erfið og mér hefur aldrei liðið “Like im on the top of the world” ef þið skiljið hvað ég er að fara. Óttinn við höfnun er eitt, en þessi nýji ótti, að verða gjörsamlega niðurbrotinn eins og kom fyrir Lárus (Mér finnst það ekki ólíklegt given the circumstances). Ef ég fer að leita mér að ást, hini fullkomnu dömu fyrir mig og allt það, á hún eftir að hafna mér þegar hún sér örinn eftir slysið? Hvað ef hún væri bara að nota mig? Hvað ef hún væri bara á eftir peningunum? Hvað ef hún missir algjörlega áhugan eftir mánuð eða tvo og ég enn þá dolfallinn? Á hún eftir að særa mig dýpra en allt annað samanlagt? Mun ég sökva jafn djúpt og Lalli? Hvað ef ég fylgi á eftir honum?
Ég veit að einhver á eftir að segja “Take a risk blablabla yackedysmackedy” (VARÚÐ, MYNDLÍKINGAR.) en þegar ég er að horfa ofan í kolsvart hyldýpið og fall, langt niður fyrir það sem ég hélt að væri botninn, Og langa leið up, hvert einasta skref svikult og Erfitt, og því hærra sem ég færi, því lengra yrði fallið og þeim mun harðari skellurinn, virðist litla, stöðuga sillan mín frekar góður kostur. Ég mun ávalt muna eftir því að hafa séð Lalla á topnum, eins hamingjusaman og hann var, Ég mun aldrei geta ímindað mér geðshræringuna í fallinu, bara myrkrið, á botninum. Og leiðina út. Mögulega einu leiðina út. Þar sem ég tel hann sterkari andlega en mig, hefði ég ekki styrkin til að byrja klifra aftur (Myndlíkingar enda).
Mér hefur liðið mjög illa undanfarið, og þætti vænt um það ef einhver gæti komið með góð ráð.
Ef einhver hefur eithvað að segja um þetta, einvher ráð um hvert ég á að stíga, eithvað sem þið skilji ekki og viljið útskýringu eða bara eithvað jákvætt, Endilega seigið eithvað, ég mun reina að svara. Bara ef Lalli gæti lesið þetta."