Ég kynntist alveg frábærri stelpu í vinnunni fyrir næstum 2 mánuðum, en hún var með strák svo ég lét mér ekki detta í hug að gera nokkurn skapaðan hlut í málunum. Svo þegar við kynntumst betur og þessi hefðbundnu “yfirborð umræður” urðu dýpri og nánari sagði hún mér að hún væri alveg að gefast upp á karlinum sínum. Þau vorum búin að vera saman í um ár og sambandið á þessum tímapunkti hafði verið frekar slæmt í 3 mánuði. Auðvitað kviknaði smá vonar neisti upp í mér, en ég lét á engu bera því að það versta sem maður getur lennt í er að það sé haldið framhjá manni, svo ég ákvað að gera ekkert fyrr en karlinn hennar væri úr myndinni. Svo byrjuðum við að SMSast og fleira og svo vildi hún endilega að við yrðum vinir, ég tók bara vel í það.
Svo ætluðum við að hittast á gamlárskvöldinu en einhverra hluta vegna hittumst við ekki og ekkert varð úr kvöldinu hjá mér. Dagin eftir senti hún mér SMS um hve mikið hún harmaði það að við skyldum ekki getað hittst. Svo ákváðum við að fara í bíó saman með öðru fólki og eitthvað svona, svo hittumst við aftur kvöldið eftir bíóið, og vorum eitthvað að hanga saman, ég hún og vinkona hennar bara heima hjá mér fram á nótt í fríinu okkar. Þessa nótt spjölluðum við saman um heima og geima í 5 klukkutíma eða eitthvað og allt var í fínu lagi og mér var alltaf farið að líka meira og meira við hana. En kærastinn hennar var alltaf að hringja í hana um nóttina og spyrja hvar hún væri og hvort hún væri ekki að fara að koma, hún var eitthvað fúl og var geðveikt þurr við hann og sagði ekkert hvenar hún ætlaði að koma eða hvar hún væri. Svo um 4 um nóttina þá skutlaði ég fyrst vinkonu hennar heim og svo henni, á leiðinni sáum við karilinn hennar vera á leiðinni til hennar. Hann sá okkur og hringdi í hana og hótaði að berja mig.
Ég hringdi í gaurinn og var alveg sallarólegur og spurði hann hvort það væri eitthvað vandamál. Hann svarði svona frekar óskýrt og var eitthvað svona lítill í sér á að heyra, ég tók af skarið og sagði honum að ég kæmi fram við fólk eins og ég vildi að það kæmi fram við mig, og mundi þessvegna aldrei ýta undir framhjáhald og fullvissaði hann um að ekkert væri í gangi og við hefðum ekki verið neitt ein um kvöldið. Svo stoppuðum við á báðum bílunum fyrir framan húsið hjá henni og héldu áfram í símanum, svo spurði ég hvort hann vildi eitthvað ræða meira við mig í persónu. Hann vildi það og ég opnaði hurðina á bílnum sem við vorum í (ég og stelpan) þegar hún stoppaði mig og sagði ekki. Ég sagði að þetta væri ekkert mál við hefðum ekkert rangt gert, ég labbaði fyrir framan bílinn hjá gaurnum og stoppaði og horfði í átt að framrúðunni. Ég beið eftir honum og var alveg tilbúinn fyrir átök en var samt ekkert hræddur því gaurinn gæti aldrei lamið mig. Ekkert gerðist, þá labbaði ég hægt upp að bílstjóra hurðinni þar sem hann sat með opinn gluggann, hann bauð mér að setjast inn. Ég settist inn með því hugarfari að vera ekki með nein vandræði og allra síst slagsmál en var samt alveg tilbúinn. Ég endurtók bara í grófumdráttum það sem ég sagði við hann í símann, og bauð honum það að ef honum fyndist það eitthvað þægilegra að hitta hana ekki um stund meðan þau ræddu sín mál, mundi ég alveg virða það og hitta hana ekkert um stund, hann sagði að það væri óþarfi og svo tók ég í höndina á honum og bað hann vel að lifa og fór bara heim.
Í vinnunni daginn eftir var allt alveg stórfurðulegt, við vorum að vinna saman og höfðum hvorugt “list” á því að tala neitt. Ég komst síðan að því að hún harmaði þetta vesen mjög um umrætt kvöld og að hún væri hrifin af mér. Hún sagði svo gaurnum upp 2 dögum eftir þetta.
Ég spurði hana hvort hún vildi hitta mig, hún vildi það alveg en svo hittumst við ekki um kvöldið. Hún talaði eiginlega ekkert við mig í viku eftir þetta þangað til núna þegar hún segist vera hrifin af mér, vilji vera mín en vinkona gaursins sem hún var með. En að fyrrverandi kærastinn hennar hafði sagt að hann mundi aldrei tala við hana aftur og vera fúlari en allt ef hún byrjaði með mér, sagði hún mér. Svo sagðist hún ekki vita hvað hún ætlaði að gera.
Hvað er málið hérna, ég veit ekki alveg hvað hún er að spá, vill hún ekki vera með mér því fyrrverandi kærstinn hennar verður þá fúll ? Það er bullshit.
Ég sagði henni bara hreynt út að hún yrði að velja hvort hún vildi að við værum bara vinir, og að þá mundi aldrei verða neitt á milli okkar, eða hvort hún vildi eitthvað meira. Hún hefur ekki svarað mér enn ….

Hvað á ég eiginlega að gera ? Á ég kannski bara að leyta að hinni einusönnu einhverstaðar annarstaðar, er þetta of mikið fyrir hana í einu ?