Ég vil aðeins létta af mér.

Málið er einfaldlega það að ég hef aldrei verið neitt sérlega laginn við kvenfólk, hef aldrei verið í neinu sem hægt er að flokka undir samband (var að hitta eina í 5 vikur en það var aldrei neitt meira en bara “deit” enda svaf ég aldrei hjá henni), ef ég hitti stelpur þá annaðhvort missa þær strax áhugann eða hætta bara að tala við mig eftir 1 hitting. Get játað að þessi stelpa sem ég var að hitta í 5 vikur hefur ekki hitt mig eftir að við hættum að hittast, hef hitt hana einu sinni á röltinu og séð hana einu sinni.

Einnig er ég með óstjórnlega feimni, jafnvel þótt ég sé hrikalega hrifinn af manneskju þá á ég samt sem áður mjög erfitt með að tala við hana, sérstaklega ef ég er að hitta hana innan hóps eða með fólki, þá er það ennþá erfiðara, enda á ég mjög erfitt með að tjá mig innan hóp og hef alltaf verið þannig, var þannig t.d. þegar ég var í skóla, var þessi týpa sem hélt mig til hlés og þagði, oft er það bara þannig að mér langi til að segja eitthvað en líður eins og ég bara komist ekki að.

Þar er kominn enn einn “gallinn” við mig, ég vil aldrei trufla samræður eða grípa frammí fyrir fólki, frekar bíð ég bara og tala við það þegar það er laust, getur oft verið kvimmleitt í vinnunni.

ÉG eiginlega veit ekkert hverju ég get bætt við þetta, þetta eru svona þessi helstu vandamál sem ég er að glíma við: Þunglyndi, Ofsakvíði, félagsfælni og ég held að það sé hægt að sjá einkenni allra kvilla inní greininni.

Allavega, ykkur er frjálst að tjá ykkur eins og þið viljið, oft er betra að fá skoðanir frá fólki í svipaðri aðstöðu eða þekkir þessi vandamál heldur en að birgja þetta bara inn og segja engum frá.