þannig er það að ég og einn góður vinur minn erum sona dúllufélagar koma til hvors annars ef við viljum smá knús eða kúra, ríða , tölum saman um allt og bara allt..en málið er að hann er sona nýhættur(fyrir sona 2-3 mán síðan) með stelpu sem hann var með í um 2 ár og hann er enn að jafna sig á henni… ég og þessi strákur höfum samt alltaf verið einhvað saman, vorum saman í sambandi, misstum mey/sveindómin saman og allt bara sko… og við höfum aldrei hætt að vera hrifin af hvort öðru alveg þó það dofni oft og mar fær áhuga á öðrum þá endarþað samt alltaf að við leitum til hvors annars… Og ég var bara að gera mér grein fyrir því um daginn að ég elska þennan strák alveg út af lífinu og hef alltaf gert það.. ég veit ekki hvort það er gagnkvæmt því hann hefur bara sagt elska mig þegar hann er fullur og út af svo hans fyrrverandi þá veit ég ekki hvernig málin standa hjá honum. En sona til að flækja þetta aðeins meir er besta vinkona mín hrifin af honum alveg bara sérekki sólina fyrir honum og gæti ég aldrei þess vegna farið að vera með honum fyrst hún er hrifin af honum… Eftir að ég fattaði hvað hann skiptir mig miklu þessi strákur þá hef ég verið að forðast hann alveg og sagði við hann í dag að við bara ættum ekki að leita til hvors annars lengur og ekki vera lengur að kúra saman og kyssast og sols.. Reyndar hef ég forðast hann soldið mjög lengi, eftir að ég og þessi besta vinkona mín sættumst á ný hætti ég að dúlla mér með honum.. Ég hélt að mér væri alveg sama um að hann væri með öðrum stelpum um daginn svo sá ég hann bara faðma vinkonu sína um daginn og ég snappaði´, hjarta mitt gjörsamlega brotnaði.. Ég er bráðum að fara út í heilt ár sem skiptinemi og mun ekki hitta hann í heilt ár sem er ekkert smá langur tími og ég veit ekki hvort ég á að taka þá áhættu á að segja honum hvernig mér virkilega líður, því e´g hef alltaf sagt við hann að ég beri engar sterkar tilfinningar til hans en geri það í raun og vera.. það veit það enginn ég læt eins og ég sjái hann ekki og ég veit ef ég segi honum það er mjög stór möguleiki að þessi vinkona mín frétti það því að þau eru líka mjög góðir vinir.. Hvað á ég eilega að gera..? bara láta þetta kjurt liggja ég hlýt að gleyma honum með tímanum þó að ég hafi ekki getað það í mörg ár eða segja honum þetta og bara taka áhættuna á neitun og allt.. Er það áhættunar virði að missa kannski vináttu hans og allt? Hvað mynduð þið gera? Ég bara get ekki hætt að hugsa um hann ég hugsa um hann allan daginn alla daga…

Endilega segið hvað ykkur finnst og ekki vera að draga úr sannleikanum hvað ykkur finnst.. bara svarið hreinskilningslega

kveðja..:) Phoebe