Er þetta umtalaða “fullkomna samband” virkilega til ? Ég held því fram að þessar lægðir/erfiðleikar í samböndum séu mjög mikilvægir og algerlega ómissandi. Málið er það að það er ekki alltaf hægt að vera stanslaust ánægð/ur því þá verður þessi ánægju tilfinning bara svona norm skap sem maður er alltaf í. Það þurfa að koma svona erfiðir tímar/harðæri til að skapa góðu tímana.
Til að útskýra nánar hvað ég á við, er ég hérna með eina ágætis myndlíkingu. Hvað ef allar konur og allir karlar litu alveg nákvæmlega eins út ? Þá væri væntanlega ekkert til sem heitir fegurð er það nokkuð ? Jú náttlega væri fegurð til þ.e innrifegurð en þið skiljið hvað ég á við.
Þannig að ef fólki tekst svona sómasamlega að lifa með maka sínu í sátt og samlyndi á meðan einhver pirringur eða fýla er í gangi þá gengur sambandið. Svo er það hversu góðir tímarnir á milli þessara lægða í samböndum mælikvarði á hve góð sambönd eru.
Mikið er ég orðinn þreyttur á að vera alltaf einn ! Ég er að vinna í málunum, ætla ekkert að vera að gera mér neinar væntingar, það er ekki hollt að gera það áður en nokkuð gerist, wish me luck with this one, I hope she's the one for me :)
Ég væri mjög þakklátur ef að þið létuð ljós ykkar skína í þessu málefni, bæði fólk sem á sér sínar hugmyndir, og fólk sem er í góðusambandi að lýsa því afhverju það er svona gott (sambandið) og hvað gerir elskhuga ykkar svona ómissandi :).