Kveðjan Dapurgræn augun stara á mig með mildu brosi í gegnum kertaljósið. Ég finn hvernig sígarettureykurinn liðast um fingur mínar og upp yfir höfuð okkar þar sem við sitjum í
rúminu og tölum saman með öllum öðrum leiðum en orðum. Grófir fingur hans strjúka mér í gegnum hárið.

Kertavaxið lekur af gluggakistunni og niður á gólf.

Of mikill tími hefur liðið síðan við sátum saman hér á rúminu hans, horfðum bara og snertumst. Of mikill tími fór í að gráta og hata, elska og fyrirgefa. Og nú er hann og djúpgrænu augun hans að fara.
Hann tekur utan um mig og strýkur mér ofurlétt um vangann um leið og hann segir mér hve mikið hann mun sakna mín. Ég finn tárin brjótast fram en blikka þau burt og brosi.
Hendur hans eru kaldar og í gegnum fingur hans greini ég óljóst útlínur gleraugna hans í myrkrinu, augu hans full af tárum að baki þeim.
Við föllumst í faðma og liggjum saman í þögn sem ég óskaði að myndi aldrei enda. Augnablikið var fullkomnað með kossi, svo ástríðufullum að meira að segja lostinn komst ekki fyrir, aðeins ást.

Stjörnurnar blikuðu á glugganum.

Hægt og örugglega hann svæfði mig augnablik með sefandi röddu sem brotnaði augnabliki síðar í þúsund mola af ekka og tár hans láku hindrunarlaust ofan á hár mitt og háls er ég tók hann að mér.
Við grétum burt sorgina og missinn. Við grétum af hamingju yfir fullkominni ást. Við grétum því við gátum það.
Við grétum af ást.

En tíminn líður oft hraðar en honum er ætlað og loks var klukkutíminn búinn, farinn og tími okkar var kominn. Við stóðum upp og þurkuðum burt tárin og hann fylgdi mér heim. Engin orð gátu lýst hvernig okkur leið. Hnúturinn í maganum og steinninn í hálsinum þyngdust og krepptust og fæturnir voru þyngri en stál. Veðrir fullkomnaði tilfinninguna með örlitlum úða sem settist í hár okkar og augnhár og blandaðist tárum og kossum okkar fyrir utan heima. Ég gat ekki grátið lengur. Hálfgerður doði lagðist yfir okkur og við áttuðum okkur á því að við áttuðum okkur alls ekki á því hversu langur tími þetta var. Hann myndi fara og breytast. Tár hans myndu gráta aðra manneskju, kossar hans snerta aðrar varir og rigningin myndi bleyta hár hans og það yrði önnur en ég sem myndi strjúka það þurrt. Við kysstumst seinasta kossinn og ég snerti fingur hans í seinasta skiftið.
Síðan hvarf hann út ganginn, síðan hvarf hann að eilífu og til baka kom önnur manneskja. Manneskja sem mér var ekki ætlað að elska. Ástin mín var farin. Að eilífu.