Vá! ég fór að grenja yfir Nágrönnum í dag.. það var að vísu endursýnt síðan í síðustu viku og þetta var sko föstudagsþátturinn.. ég var meira að segja búin að sjá hann en .. ég bara gat ekkert að þessu gert. Ég er svo veik fyrir rómantík að ég er að deyja. Ég var að horfa á Nágranna í góðum fílingi með mömmu minni, og svo kom atriðið(þeir sem fylgjast með þáttunum vita hvað ég er að tala um..) þar sem Libby kom og kyssti Drew og sagðist elska hann og eitthvað. Og ég bara fór að hágrenja. Og mamma mín klikkaðist úr hlátri. :) Að vísu ekkert skrítið.. en samt.. Mér bara finnst að það sé ekki nógu mikil rómantík í þessari blessuðu tilveru.. það er allt svo innantómt finnst mér. Kannski er ég bara eitthvað extra væmin eða eitthvað, en það verður þá bara að vera svoleiðis. Mér finnst að það ætti til dæmis að vera haldið uppá Valentínusardaginn hér á Íslandi, og kannski mætti vera meira um að fólk sýndi væntumþykju til hvors annars. Hverjum finnst ekki gott að vita og finna að öðrum þykir vænt um mann?? Ég held að það séu nú bara mjög fáir ef það eru einhverjir.. Það að sýna öðrum væntumþykju er ekkert endilega að vera væminn.. þótt kannski flestum eða mörgum strákum finnist það ekkert nema eitthvað “sissy” dæmi að sýna fólkinu í kringum sig smá virðingu og væntumþykju. Þá er ég alls ekkert að tala um að fara að faðma pabba sinn eða mömmu í hvert einasta skipti sem maður sér þau.. en bara aðeins að slaka á og sýna smá virðingu. Það sakar engann..

Elskiði friðinn…..

GiZmInA :)