Varðarndi hlutfallið peningar/ást Finnst þér að verð jólagjafarinnar frá kærastanum/kærustunni sé að einhverju leyti mælikvarði á hve mikið hann/hún elskar þig? er spurt. svarið er Auðvitað, en samt bara uppað vissu leiti, ég meina, ef ég gef pabba mínum svakalegt ritverk sem kostar 10.000, mömmu minni gjafabréf uppá 20.000 frá victoria seacret, bróður mínum kristalconaq glös og VSOP flösku með, að verðmæti 8.000 og hundinum mínum Extra-Super-Deluxe-Mega-Ultra-Wide nagbein og svefnkörfu í stíl að verðmæti 13.000, og loks kærustunni forljótan startgrip úr Lyfju Lágmúla að verðmæti 899 þá finnst mér það svolítill mælikvarði á ást. Hlutfallslega þá finnst mér að gjöfin til þess sem þér þykir vænst um á að vera tilfinnanleg af fjárlögum jólagjafainnkaupa.
Ekki þarf þettað að koma efnahag kærastans/kærustunar neitt við því við erum að tala um brotareikninga, ekki krónur og aura.
Það er ekki þarmeð sagt að hún þurfi endilega að vera dýrust, ég meina ef hún/hann óskar sér enhvers sem er ekkert sérlega dýrt þá er það alltílagi, en hlutfallið á samt að vera rétt.