Það hafa allir heyrt þetta orð, skuldbindingarfóbía. Það er
langt síðan ég áttaði mig á því að ég er að hluta til haldin
svona fobíu en þó er þetta allt að koma hjá mér. Málið er bara
að mig langar svo ótrúlega mikið til þess að losna alveg við
þetta mál og dempa mér út í þetta af fullum krafti.

Ég er búin að vera rosalega dugleg. Það tók mig bara tvo
mánuði að viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum að ég væri
farin að búa…. fram að þeim tíma leigði ég með kærastanum
mínum. Þeir sem eru í sömu sporum vita hvað ég meina.

Vinir mínir eru síðan smátt og smátt að trúlofa sig og giftast
en þó ég sé yfir mig ástafangin þá fæ ég hnút í magan við
tilhugsunina um að ég fari að trúlofa mig. ég er bara allt of
ung (rétt tvítug) En þó er fólk allt í kringum mig að eignast
börn, pæla í barneignum, gifta sig og trúlofast. Það eru
auðvitað hellingur af fólki í kring um mig sem ekki er að
standa í svona málum en þau eru líka öll á lausu. En ég er
hamingjusamlega farin að búa og allt er að ganga upp.

Hvernig losna ég við þessa tilfinningu í maganum? Af hverju
get ég ekki hugsað mér svona hluti?