Okey mig langar svolítið að fá smá ráð frá ykkur. Núna er komið eitt ár frá því að ég hætti með kærastanum mínum eftir 5 ára sambandi og það var auðvitað eins og flestir vita..erfður tími. En núna er ég bara búin að átta mig á að lífið hefur upp á svo margt annað að bjóða heldur en að vera í einerju þunglyndi eftir sambadsslit (veit..hljómar væmið)en ég er orðin glöð aftur.:D

En allavega…

Núna er vinkona mín er berjast við ástarsorg og þar sem ég er besta vinkona hennar og búin að vera í mörg mörg ár þá skiptir svo miklu máli að ég reyni að hjálpa henni í gegnum þetta. En vandamálið er að hún er svo engan veginn tilbúin til þess að hlusta á mig. Hun lifir bara í voninni um að hún muni fá allt aftur tilbaka og að hann eigi eftir að átta sig og bla bla la…

En þeir sem eru kannski með aðeins meiri reynslu af samböndum vita að þannig virkar það ekkert..í flestum tilvikum. Fólk heldur bara áfram að lifa (eins og hann er að gera) og reynir að velta sér ekki mikið uppúr því sem er búið og gert. Sambandinu er bara lokið.

Ég veit eiginlega ekki hvernig ég get hjálpað henni í gegnum þetta þegar hún er ekki tilbúin til þess að heyra skoðanir aðra. Hún gjörsamlega sér ekki sólina fyrir honum og hann kannski hjálpar henni ekki mikið þegar að hann biður hana um að skutla sér til vinar síns eitt kvöldið(búin að fá sér smá i glas) og reynir síðan eitthvað smá við hana. Hún fær auðvitað einhverja von við það en hann hringdi aldrei í hana eftir þetta og þegar hún talaði við hann um þetta sagðist hann ekkert muna eftir þessu atviki sem særði hana mjög mikið og minnti hana á að hann væri ekkert til í samband.

Hann hefði auðvitað getað sleppt því að biðja hana um skutla sér. En hann hitti hana bara úti a götu og þess vegna atvikaðist það að hún skyldi bara skutla honum

Ég er bara að reyna að láta hana átta sig á því að hún er að gera sömu mistök og ég gerði þegar ég var að kynnast fyrstu ástinni minni. Þá var maður of mikið að reyna að fá allt tilbaka og lifði í voninni.

Er einhver sem lumar á einherjú ráði því hann augljóslega er ekki tilbúin í neitt samband en er samt ekki mikið að leggja sig fram við að segja það bara beint við hana. Hann hefur viðurkennt fyrir mér að hann hafi það ekki í sér að særa hana því hann viti hvað hún sé viðkvæm en innst inni langi honum að segja henni að hann sé svo engan veginn tilbúin í samband og vilji lítil samskipti við hana.

Og ég verð eiginlega að viðurkenna það að ég er orðin frekar þreytt á að hlusta á vælið í henni um hann þegar hún nennir ekki að hlusta á manns eigin skoðanir..sem hún er jú a biðja um. En hún vill bara ekki takast á við sannleikann.

Svo heldur hún líka að allt verði í lagi ef hún fái hann til þess að vera vinur sinn. En kommon…vinskapur gengur nú ekket voðalega vel ef hún ber svona miklar tilfinningar til hans. Hún verður öfundsjúk ef hún heyrir hann t.d tala um aðrar stelpur þannig að….

Öll ráð vel þegin:D