Jæja krakkar mínir. Mig langar aðeins til að kanna viðhorf ykkar til trausts eftir framhjáhald.

Gætuð þið treyst maka ykkar aftur eftir framhjáhald? Gætuð þið byggt upp nýtt samband, kannski með hjálp sálfræðings ef með þarf? Ég er ekki að tala um einhver 17 ára unglingaskot heldur alvöru ást, hina einu sönnu ást þar sem báðir aðilarnir geta/gátu ekki ýmindað sér lífið án hvors annars og eftir að hafa verið saman í einhvern tíma (t.d. 2 ár).

Ef að þið getið séð fyrir ykkur að þið gætuð það ekki, hvað er það sem veldur því? Þið sem eruð hér á Huga og eruð í sambandi, sambandi sem hefur staðið lengi, setjið ykkur í þessi spor og ýminduð ykkur viðbrögð ykkar. Hvað ef makinn ykkar hefði haldið framhjá ykkur, þið hætt saman en svo fundið að þið viljið vera saman áfram en treystið ykkur kannski ekki í það, allt traust horfið. Er ekki alveg hægt að byggja upp traustið aftur, þeas ef makinn sem hélt framhjá virkilega dauðsér eftir því og vill ekki lifa án síns maka og gerir hvað sem er til að laga og bæta fyrir það sem fór rangt.

Hvað haldið þið?