ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér núna í viku, og ég þarf svar, þar sem að ég sjálf veit ekkert hvað skal gera.

ég kynntist strák fyrir ca. ári síðan ígegnum vin minn, fínn strákur og allt en hann var á föstu þannig að ég pældi aldrei meira í því.
síðan hitti ég hann nokkrum sinnum á djamminu (þá var hann kominn á lausu) og það höfðu alltaf verið einhverjir neistar en ég lét aldrei undan. síðan kom eitt skipti þar sem að ég hitti hann á djammi, og enda með að fara með honum heim, og þar sem að við eigum marga sameiginlega vini þá hitti ég hann nokkrum sinnum eftir það. ég endaði svo með að fara með honum aftur heim eftir annað kvöld þar sem við vorum að drekka saman. á því tímabili var ég orðin mjög hrifin af honum, en vissi það að það myndi líklegast aldrei gerast neitt meira ámilli okkar þannig að ég gerði aldrei neitt í því.
næstum því 3 mánuðum eftir fyrsta skiptið kemst ég svo að því að ég er orðin ólétt og þá höfðum við ekki talað saman lengi, og ég var komin það langt á leið að ég fékk aldrei tíma til þess að segja honum frá þessu, enda var ég sjálf í sjokki og alveg í panik yfir þessu öllu. ég fór s.s í fóstureyðingu, og eftir það fylgir ákveðinn þunglyndi, vegna þess að hormónarnir fara alveg í fokk eftir svona aðgerð.
ég reiddist út í strákinn.. alveg að ástæðulausu, og ásakaði hann fyrir að þetta hafði gerst. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að þetta er jafn mikið mér að kenna og honum en á því tímabili fannst mér auðveldara að vera reið út í hann en sjálfa mig.

4 mánuðum eftir aðgerðina var ég aðeins búin að átta mig á hlutunum og jafna mig á þessu öllu, og ég ákvað að hann hafði rétt á því að vita af þessu, þannig að ég ákvað að segja honum frá þessu. það reyndist þó erfiðara en ég hélt því ég varla þorði að hringja í hann og það tók mig alveg 3 vikur fyrr en ég manaði mig upp í það og hringdi. Hann kom strax og hitti mig, og ég sagði honum frá óléttuni og aðgerðini, og hann tók því furðulega vel og var meira að hugsa um hvernig mér leið en að ég hafði ekki sagt honum frá þessu strax. við töluðum í smá tíma og ég mundi eftir því hvað hann var fyndinn og hvað mér leið vel með honum.

Svona ca. 2 vikum eftir að ég sagði honum frá þessu fer ég að hitta hann, bara við tvö að drekka og spjalla og það var æðislegt. við töluðum í marga klukkutíma um allt og ekkert og ég fann fyrir því hvernig ég var að verða hrifin af honum aftur. við enduðum í rúmminu eins og vanalega, en mundum varnirnar í þetta skipti.

Hins vegar hafði ég deginum eftir verið að djamma og rekist á sameiginlegan vin okkar, sem sagði mér frá því að strákurinn væri búinn að vera að pæla í yngri systir minni. sem er ári yngri en við. þau eru saman í skóla og ágætir vinir þannig að ég vissi það að þau eyddu miklum tíma saman á viku.
Það sem vinur okkar sagði mér fór svo hryllilega í mig, og ég hef ekki getað hugsað um annað seinustu vikur. Það særði mig mikið að fá að vita þetta og ég sagði systir minni frá þessu, hún fullvissaði mig um að hún hafði engan áhuga á honum, en það hjálpaði mér samt ekkert.
bara eftir allt sem gerðist, og að ég sé ný búin að segja honum frá þessu fær mig til þess að hugsa hvernig hann þá getur verið að pæla í systir minni?
og líka það að hann hafi getað sofið hjá mér þá ámeðan, því hann hefur þá sagt vin okkar þetta áður en við sváfum saman seinast.
Ég einfaldlega veit ekki hvað ég á að gera, því ég veit ekki hvort ég hafi einhvern rétt á því?
Eða hvort ég sé bara að gera allt of stórt mál út úr þessu..
Auðvitað þegar ég er hrifin af náunganum þá særir það ekstra mikið að hann hafi þá kannski meiri áhuga á minni eigin systir en mér.
Ég veit það að samband okkar mun ábyggilega alltaf vera eingungis kynferðislegt, en mér líður samt hálfgert eins og ég eigi réttinn á honum.. þótt það hljómi barnalega og eigingjarnt. Ég veit það bara að þótt ég elski systir mína meira en allt, þá yrði ég endalaust sár ef eitthvað myndi gerast á milli þeirra, og ég gæti aldrei samþykkt neitt ámilli þeirra þar sem ég mun alltaf sjá hann sem “faðir fyrsta barnsins míns”

en endilega hjálpið mér, og seigið ykkar skoðun á þessu.