SLAA - Sex and Love Addicts Anonymous eru samtök fólks sem þjáist af ástar
og kynlífsfíkn. Þetta eru 12 spora samtök byggð á grunni AA samtakana sem
flestir ættu að kannast við.
Fólk hittist á fundum og ræðir um bata sinn og lífstíl áður fyrr. Það
er alltaf leiðari á hverjum fundi sem byrjar á því að segja sögu sína út
í grófum dráttum, lífið fyrir bata og bata sinn, þráhyggjur sínar og annað,
bendir svo á þá sem hann/hún vill heyra í. Stundum eru fundirnir góðir og
stundum ekki, þó svo að það sé bent á þig þá þarftu ekki að tala nema þig
langi til þess. Þetta er allt “nafnlaust” og fólk á ekki að tala um þá sem
voru á fundinum, þetta er ein af reglunum sem gilda í öllum 12 Spora samtökum.

Ástæðan fyrir því að mig langar að skrifa þessa grein hér á /rómantík og
/kynlíf er að ég sjálf nýverið komst að því að ég er ástar og kynlífsfíkill,
vildi halda því fram þegar ég fór á minn fyrsta SLAA fund að ég væri ekki
kynlífsfíkill því ég er ekki alltaf ríðandi einhverjum eða sí fróandi mér en annað
kom í ljós þegar ég tók sjálfskönnun sem ég fékk afhenta á mínum fyrsta SLAA fundi,
sumar spurningarnar fengu mig verulega til að hugsa og ég áttaði mig betur á
tilfinningum mínum, hegðun minni og þráhyggju.
Öll vanlíðan mín og tilfinningaleg vandamál í nokkur ár hefur nánast einungist
stafað af tilfinningalegum og/eða kynferðislegum samböndum sem ég hef tekið þátt
í (fortíð og nútíð). Stanslaust drama og ég virðist ekki geta verið bara ein
og sátt við sjálfa mig án þess að fá utan aðkomandi hrós eða “samþyggi” frá
annari manneskju sem mér er “annt” um. Ég er nánast byrjuð að mynda nýtt samband
(kynferðislegt eða tilfinningalegt) þegar því gamla er rétt að ljúka því ég lifi
í stöðugum ótta við höfnun og aðrar tilfinningar sem ég vil ekki þurfa að díla við,
það er s.s. alltaf öxl til að gráta á og einhver til að “passa” mann. Þegar ég
stunda kynlíf finnst mér ég vera samþykkt, sama hver það er og það drepur niður
tilfinningar mínar og fær mig til að hugsa jákvætt og að “allt verði í lagi”.
Ég vil geta verið ein og fundist það í lagi, geta sinnt vinum mínum og eignast
nýja. Tengjast foreldrum mínum og fjölskyldu án þess að ég sé að tala um
sambandið mitt og endalaus vandamál sem tengjast því (fortíð og nútíð). Og
síðast en ekki síst vil ég öðlast sjálfsöryggi og -virðingu sem ég hef aldrei haft.

Þegar ég tala um þráhyggju er ég að tala um hinn aðilan í sambandinu, s.s.
kærustu/kærasta, maka ástarfýklsins.

Einkenni Kynlífs- og ástarfíknar;

* Við tengjumst fólki, kynferðislega og/eða tilfinningalega án þess að kynnast
því fyrst.

* Við erum í eða leitum aftur í sársaukafull og mannskemmandi sambönd, því við
erum hrædd/ur um að vera ein/n og yfirgefin.

* Við þekkjum ekki munin á ást, eymd eða þörf.

* Við höfum þörf fyrir að bjarga einhverjum eða að einhvern bjargi okkur.

* Einvera er það versta sem sem við getum hugsað okkur. Við erum hrædd við nánd
og skuldbindingu en þrátt fyrir það leitum við stöðugt í ástarsambönd og
kynlífsfélaga.

* Við leysum eftirfarandi tilfinningar með kynlífi; Streitu, öfund, einmannaleika,
reiði, skömm, ótta og sektakennd.

* Við notum kynlíf og tilfinningaleg samskipti til að stjórna fólki og láta það
lúta vilja okkar.

* Við getum orðið óstarfhæf eða afar trufluð af rómantískum eða kynferðislegum
fantasíum og dagdraumum.

* Við einangrum okkur stöðugt frá vinum, fjölskildum og okkur sjálfum vegna
þess að við felum atferli okkar.

* Við erum þrælar meðvirkra tilfinningasambanda, rómantískra leikja eða
áráttuhegðunar.

* Til að verja okkur gegn óþægilegum tilfinningum drögum við okkur í hlé frá
nánum samskiptum og sveltum okkur kynlífi og tilfinningum til að halda því fram
að við séum “í lagi”.

* Við gerum allt til að láta sambandið ganga. Ekkert er of tímafrekt, dýrt eða
erfitt ef það getur hjálpað þráhyggju okkar. Ef allt gengur á annan endan kennum
við þeim um því það stenst ekki okkar væntingar eða fylla ekki upp í fantasíur
og/eða dagdrauma okkar.

Svo í lokin langar mig að setja hér 40 spurningar sem eru copy/paste af www.slaa.is
(hefði skrifað þær allar ef ég hefði ekki fundið þetta á netinu)

1. Hefurðu reynt að stjórna því hversu oft þú hittir ákveðna manneskju eða hversu
mikið kynlíf þú stundar?

2. Hefur þér þótt erfitt að slíta sambandi, jafnvel þó að sambandið sé eyðileggjandi
fyrir þig og láti þér líða illa?

3. Reynirðu að halda ástar og kynlífsmálum þínum leyndum fyrir öðrum?

4. Kemstu í „vímu” af ástar og kynlífi?

5. Hefur þú stundað kynlíf á óviðeigandi tímum, óviðeigandi stöðum eða með
óviðeigandi fólki?

6. Reynirðu að setja þér reglur eða gefurðu sjálfum/sjálfri þér loforð í sambandi
við ástar eða kynlíf þitt sem þú getur ekki farið eftir?

7. Hefur þú stundað kynlíf með manneskju sem þig langaði ekki til að stunda kynlíf
með?

8. Trúir þú því að kynlíf og/eða samband eigi eftir að gera líf þitt þolanlegra?

9. Hefur þér einhverntíman liðið eins og þú yrðir að stunda kynlíf?

10. Trúir þú því að einhver geti „lagað” þig?

11. Reynirðu, eða hefur þú reynt, að halda tölu yfir rekkjunauta þína með því að
skrifa hjá þér lista eða annað?

12. Finnur þú fyrir örvæntingu eða óróleika þegar þú ert aðskilin/n frá rekkjunauti
þínum eða elskhuga?

13. Ertu búin að missa töluna yfir rekkjunauta þína, eða hversu mörgum þú hefur sofið
hjá?

14. Finnurðu fyrir örvæntingu þegar þú hugsar um þörf þína til að finna þér elskhuga,
fá kynferðislegt “fix” eða finna framtíðar maka?

15. Hefur þú stundað óábyrgt kynlíf, án þess að hugsa um afleiðingarnar þ.e. án þess
að leiða hugann að því að þú gætir fengið herpes, lekanda, getið barn, orðið ólétt o.s.frv.?

16. Finnst þér þú alltaf vera að “lenda” í lélegum samböndum?

17. Finnst þér að eini, eða aðal kostur þinn í sambandi sé hversu góður rekkjunautur
þú ert eða hæfileiki þinn til að veita hinum aðilanum tilfinningalegt “fix”?

18. Finnst þér eins og þú sért ekki alveg “lifandi” nema þú sért með maka þínum eða
bólfélaga?

19. Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi?

20. Ertu í sambandi sem þú getur ekki slitið þótt þig langi til þess?

21. Hefur þú einhverntíman ógnað fjárhagslegu öryggi þínu eða stöðu þinni í
samfélaginu þegar þú reynir að komast yfir kynlífsfélaga?

22. Trúirðu því að vandræði í “ástarlífi” þínu stafi af því að þú ert alltaf með
“röngu” manneskjunni?

23. Hefur þú einhverntíma ógnað eða eyðilagt alvöru samband sem þú hefur verið í út
af kynlífshegðun þinni utan sambandsins?

24. Fyndist þér lífið tilgangslaust ef þú gætir hvorki lifað kynlífi né verið í
ástarsambandi?

25. Daðrar þú eða kemur af stað kynferðislegri spennu við fólk, jafnvel þótt þú ætlir
þér það ekki?

26. Hefur kynhegðun þín eða sambandshegðun haft áhrif á orðspor þitt?

27. Kemurðu þér í “sambönd” eða stundarðu kynlíf til að forðast vandamál í lífinu?

28. Líður þér illa yfir sjálfsfróun þinni, hversu oft þú fróar þér, fantasíunum sem
þú notar eða hlutum?

29. Tekur þú þátt í einhverskonar gægjum eða ertu með sýniþörf sem lætur þér líða
illa?

30. Finnst þér eins og þú þarfnist aukinnar tilbreytingar í kynlífi eða samböndum til
að losa um líkamlega eða tilfinningalega spennu?

31. Þarft þú að stunda kynlíf eða “verða ástfanginn” til að þér líði eins og “alvöru”
manni eða konu?

32. Finnst þér eins og kynferðishegðun þín og ástarlíf beri ekki árangur sem erfiði?

33. Áttu í erfiðleikum með að einbeita þér að öðrum sviðum lífsins vegna þess að
kynlífs eða ástarsambönd þín (hugsanir og tilfinningar) taka frá þér orku?

34. Stendurðu þig að því að vera í þráhyggju gagnvart ákveðinni persónu eða
kynlífsupplifun jafnvel þó að það valdi þér óþægindum, tilfinningalegum sársauka eða
fíkn?

35. Hefurðu einhverntíman óskað þess að þú gætir hætt einhverri kynferðislegri hegðun
eða sambandi í ákveðinn tíma?

36. Finnst þér eins og tilfinningalegur sársauki í lífi þínu fari vaxandi, sama hvað
þú gerir?

37. Finnst þér eins og þú hafir ekki heilbrigða sjálfsmynd?

38. Finnst þér kynhegðun þín og sambönd/samband trufla andlegt líf þitt á neikvæðan
hátt?

39. Finnst þér erfitt að ráða við líf þitt sökum þess að þú ert að verða
tilfinningalega háðari öðrum í vaxandi mæli?

40. Hefur þú einhverntíman hugsað að það gæti orðið meira úr þér og þú gætir fengið
meira út úr lífinu ef þú værir ekki svo knúin/n af þörf þinni fyrir kynlíf og sambönd?


Ef þú svarar einhverjum af þessum spurningum játandi (3 eða fleiri) þá endilega kíktu
á fund og/eða leitaðu þér hjálpar, ég veit líka um mjög góðan sálfræðing/therapista
sem hefur lesið sig mikið til um þessi málefni, haldið fyrirlestra og hefur hjálpað
mér mikið. Sendið mér skilaboð ef þið hafið áhuga á að komast í samband við hann.
Svo er líka skemmtileg grein í Mannlíf (nýjasta tölublaði) um þetta þar sem stelpa úr
samtökunum er að segja sína reynslu af samtökunum. Mæli með að þið lesið hana.

Takk fyrir mig, heimildir fékk ég á www.slaa.is og þið getið einnig séð fundarskrá þar.
Vona að þetta geti hjálpað einhverjum þarna úti.