Allt i lagi ….ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja svo eg segi bara strax frá. Málið er að ég er með strák við erum búin að vera saman i tæpt eitt og hálft ár..í langlínusambandi. (Hann býr úti á landi) Þetta hefur verið mjög erfitt eins og við vissum en vorum reiðubúin að höndla…núna hinsvegar síðustu tvo mánuðina alla vega er allt búið að ganga á afturfótunum ég er búin að vera mjög stressuð og pirruð. Málið er að eg ætla mér að flytja til hans en ég treysti honum ekki vegna mála sem hafa fyrr gengið á núna er ég að reyna treysta honum en það gengur mjög erfiðlega sérstaklega sem hann hjálpar mér ekki neitt…og það sem hann gerir næstum því á hverjum degi er að særa mig eða vanvirða mig eða eikkað…ég er hundrað sinnum búin að reyna að koma á móts við hann en ekkert gengur það er einfaldlega eins og hann vilji ekki að eg treysti sér og svo er eg buin að tala við hann hundrað sinnum um þetta og hann segir alltaf “fyrirgefðu ég ætlaði ekki að vera vondur eg lofa að gera það ekki aftur” hvað gerist svo sama kvöld , hann gerir það aftur eg er frekar ströng við hann nuna ( vegna þess að eg treysti honum ekki) en mig langar að hætta því og hann vill að eg hætti því en til þess þarf hann að láta mig treysta sér sem hann greinilega skilu ekki…..! Æi eg virkilega vona að þið hafið eitthvað skilið þessa steypu hjá mér og hjálpað mer því mér líður hræðilega illa og veit ekki hversu mikið lengur eg lifi þetta af !!!