Ok… kærastan mín hættir með mér eftir 3ggja ára sambad og segir mér að hún geti ekki lengur verið með mér í sambandi. Skiljanlega… ég var ekki sá besti til að vera í sambandi með… en hún segir að hún þurfi að vera ein og finna sig (ekki vera með strák semsagt). Ok.. gott og blessað… mér hefur aldrei liðið jafn ill á ævinni og oná það þá sefur hún hjá þessu fífli 3 dögum seinna. Við erum að tala um 3ggja ára samband. Ég veit hver þetta er og hún var nýbúinn að tala um hvað þetta væri mikið fífl… og hún hló að honum. Ég dó en náði mér sem betur fer á strik á hálfu ári. Ári seinna þá hitti ég hana og hún er þá með einhverjum öðrum strák og það er eitthvað í slitum. Ég var svo ánægður að sjá hana að ég get ekki lýst því. Ég fékk sömu viðbrögð hjá henni og við tókum upp aftur.

Núna….. 8 mánuðum seinna þá get ég ekki sofið hjá henni… bara við þá tilhugsun að hún svaf hjá þessum strákum. Ég er svo reiður að ég get varla talað við hana. Hún veit að það er eitthvað að…. en ég er svo reiður út í hana að ég get ekki horft framan í hana til að segja henni þetta. Ég veit ekkert hvort ég vilji þetta … ég meina.. ætti ég ekki að finna fyrir einhverju??

Málið er samt að ég ætti líka að finna fyrir því ef ég vil þetta ekki… en ég fæ ekki heldur þá tilfinningu. Þannig að ég veit ekki neitt…:S en ég held að það sé vandamál þarna fyrst ég get ekki horft framan í hana. Og já… við höfum rætt þetta með strákana og það virkar ekki…. núna er bara allt lokað og læst…. mér líður illa yfir þessu… mér langar að leysa þetta.



kveðja…
Pfne