Mig langaði allt í einu að segja frá sambandi mínu og mannsins míns. Hann er það besta sem hefur “komið fyrir mig”, hann er svooo yndislegur.
En þetta byrjaði allt 2001, við vorum að læra það sama í iðnskólanum. Hann sá mig fyrsta daginn í skólanum og varð voða hrifinn;) híhí. 7. Maí sama ár forum við á deit eftir að hafa talað bara saman á netinu og í síma:) Við enduðum á að tala saman í um 6 klst um allt og ekkert, þetta var voða sætt allt saman, bæði voða feimin og skotin hehe:)
Eftir deitið þegar við vorum að labba útaf kaffihúsinu sem við hittumst á bað hann um koss, og við kysstumst fyrsta kossinum og það var besti fyrsti koss sem ég hef átt. Eftir þetta yndislega deit og góða koss vorum við bara byrjuð saman, ég var rosalega feimin og gerði mér alltaf upp einhverjar lélegar afsakanir þegar hann vildi hitta mig (ég var algjör kjáni!).
Mánuði seinna gisti ég heima hjá honum og eftir það höfum við verið óaðskiljanleg, fyrir utan það að þegar við vorum búin að vera saman í 2 mánuði fór ég til USA í 4 mánuði og það var erfiðasti tími lífs míns en við héldum það út.
Þegar ég kom heim frá USA flutti hann inn til mín og við höfum búið saman síðan, þetta var í nóvember 2001. Eftir nokkra mánuði fengum við að flytja í kjallaraíbúðina í húsinu hjá foreldrum mínum sem var rosalega notalegt, fá smá privacy en samt að hafa mömmu og pabba nálægt;)
Auðvitað hafa þessi 6+ ár ekki verið eintómur dans á rósum og við höfum rifist og gengið í gegnum margt og mikið á þesum tíma. En ég hef verið rosalega heppin og hann er yndislegastur:)
Aðfangadag 2005 fór hann á skeljarnar og bað mín, og auðvitað svaraði ég játandi. Þetta var hamingjusamasta stund lífs míns…
Í júni 2006 fluttum við í okkar eigin íbúð og erum bæði í háskóla islands og allt gengur rosalega vel. 16. Júní síðastliðinn gengum við svo í það heilaga:) Og það var besti dagur lífs míns! Ég var eitt bros allan daginn og allt gekk eins og í sögu og í hvert sinn sem ég hugsa um þennan dag og að ég hafi gifst manninum sem ég elska meira en allt annað í lífinu fer ég ósjálfrátt að brosa.
Ég get ekki lýst því hvað ég er ótrúlega hamingjusöm og ég vona að allir geti orðið svona hamingjusamir. Lífið gæti ekki verið yndislegra og betra:)
Í dag eigum við tvær kisur saman og erum bæði að stunda nám og ætlum okkur margt í lífinu, svo er aldrei að vita hvenær það kemur lítill erfingi í heiminn;)
Takk fyrir mig:) og vonandi líkar ykkur þessa “grein”