Ég hef verið að fylgjast með umræðum hér og margt sagt hér sem er satt. Ég á í vandræðum með smá “rómantík” og vill endilega vita hvað ykkur finnst.

Þannig er að ég kynntist stelpu fyrir nokkrum árum, við hrifumst bæði af hvort öðru en áttum bæði maka. Þetta varð til þess að við urðum bara betri vinir í staðinn. Okkur byrjaði strax að þykja mjög vænt um hvort annað og reyndum því að hjálpa hvort öðru í lífinnu. Ég naut þess að hjálpa þessari vinkonu minni í botn og hefði gert í raun hvað sem er fyrir hana. Ég hafði allt í lífinu sem henni vantaði, veraldlega hluti, sjálfvirðingu, þekkingu og sambönd. Á móti var líf hennar á þann veg að ég var stanslaust að styðja við bakið á henni. Mér leið vel yfir því að geta hjálpað til og gerði það óspart. Samband okkar var svolítil leynd því við áttum eins og fyrr sagði bæði maka. Með tímanum fóru hlutirnir að breytast og makarnir hurfu frá okkur báðum. Við ákváðum þegar við fundum að það gæti allt eins hugsast að við yrðum hrifin af hvort öðru að fara extra rólega í hlutina til að gera enga vitleysu. Það kom á endan að við urðum rosalega ástfangin af hvort öðru. Við héldum okkar striki nema að eitt kvöldið byrjuðum við að kyssast, það næsta aftur og svo gekk það pínulítð lengra en við ákváðum að hætta. Við vorum gagngrínd af vinum okkar beggja fyrir að byrja ekki saman því við vorum yndisleg saman og áttum hvort annað fyllilega skilið. Með tímanum kom það í ljós að við byrjuðum bæði með maka okkar aftur og sambandið milli okkar varð öðrísi. Við fjærlögðumst en höfðum alltaf öðru hvoru samband. Í byrjun þessa árs erum við bæði orðin makalaus aftur og í þetta skiptið bæði viss um að það var endanlegt. Þetta er þremur árum seinna og svo mikið búið að breytast. Í dag hefur hún í raun allt sem mig vantar. Fyrir mér er vont að vera til í dag vegna margra aðstæðanna. Við höfum verið að hittast undanfarið og mér finnst svo vont að geta ekki verið sá sem hún kynntist, ég hef auðvita lítið breyst heldur allar aðstæður, og það gerir það að verkum að ég er öðrísi í dag. En núna er komin tími til að við gerum eitthvað í stöðunni og ég veit ekkert hvað ég á að gera.
Þetta er stelpa sem ég gæti elskað meir en lífið, allt mitt líf. En til þess að vera góður kærasti þarf ég að breyta öllu lífi mínu, við erum rosalega ólík á öllum sviðum en elskum að vera saman. Ég væri allveg til í að breyta til í lífi mínu því ég fengi eflaust ekki verra í staðinn en ég er hræddur. Breytir fólk lífi sínu og lífsháttum til að sinna ástinni eða er ég geggjaður að pæla það? Með þessari grein sem átti bara að vera nokkrar línur hefur í raun ekkert af því komið framm sem ég ætlaði segja ykkur frá. En í stuttu máli þá í raun er ástæðan fyrir því að við erum ekki farin að vera saman, sú að við erum svo ólík og á svo sitthvorum staðnum í lífinnu. Kanski snýst ég bara í hringi hérna að reyna útskýra eitthvað sem er ekki hægt að sjá. En eflaust er ég búin að segja ykkur nógu mikið til að þið getið sagt eitthvað, ætli ég sé ekki bara ringlaður á þessu, jú eflaust, annars væri ég ekki að skrifa þetta. Stundum dugar að segja HJÁLP, en ekki núna.
Einn Ráðvilltur.