Komiði sæl
ég er búinn að vera að pæla í því lengi að skrifa grein um fyrstu
ástina sem ég upplifði og hvernig það endaði og áhrif hennar á mig.

Þetta byrjaði með því að vinkona frænkuminnar addaði mér á msn,
ég byrjaði að spjalla við hana og fíflast aðeins í henni, svo hitti ég hana
stundum með frænku minni, ég var svona lúmskt hrifin af henni án án þess
að gera mér grein fyrir því, svo kom að því að við byrjuðum að hittast
án þess að hafa frænkumína sem millilið, byrjuðum að hittast æ oftar og
áður en ég vissi af þá vorum við komin í samband.
Allt gekk vel fyrstu mánuðina, við vorum nánast alltaf saman, töluðum klukkutímum
saman í símann um allt og ekkert, gátum setið og hlegið og skemmt
okkur, ekkert annað virtist skipta máli.

Svo um jólaleitið byrjaði ég að vera niðurdreginn og dofinn, ég vissi ekki
alveg hvað var að gerast með mig og kunni ekki að taka á því, ég sökkti mér
ofaní mikið þunglyndi á því tímabili, en hún gafst aldrei upp á mér,
ég var farinn að hugsa mikklu minna um hana og fólkið í kringum mig, ég var
gjörsamlega sokkin ofanín eigin vandamál, þetta var bara byrjunin.
ég byrjaði að fá svakaleg kvíðaköst þar sem ég vissi ekki hvað var að gerast,
ég var farinn að ýminda mér hluti, ég hélt að allir vildu mér eithvað illt.
ég var farinn að forðast ættingja mína því ég treisti þeim ekki, hélt alltaf að þau
væru að plana eithvað gegn mér.
en hún gafst aldrei upp, hún gerði allt fyrir mig.
svo kom að því að ég byrjaði að drekka meira og meira, sem sökkti mér náttúrulega
bara dýpra. En aldrei gugnaði hún, henn leið hrikalega með þetta en aldrei lét
hún það bitna á mér. eins upptekin og ég var með eigin vandamál þá sá ég ekki hvernig
henni leið.
um þetta leiti var ég kominn á mikkla lyfjagjöf og svaf meirihlutan af sólahringnum,
við vorum nánast hætt að stunda kynlíf og ég hélt mér ekki í vinnu né skóla.

Svo kom að því að ég þurfti að fara inná geðdeild (BUGL), sem er yndislegur staður,
!EF! maður kann og vill taka hjálpini sem maður fær þar.
en það sem ég gerði þar var að kynnast krökkum sem voru í sama ástandi og ég.
Þá byrjaði ég að fikta með fíkniefni í helgarleyfum. Ég var nánast hættur að hitta hana í
leyfum, hún var hætt að koma í heimsókn, hún svaraði oft ekki símanum sínum í
langan tíma og lét ekkert heira í sér, ég sá merkin skýrt og greinilega en vildiekki
trúa þeim.
Þangaðtil eitt kvöldið þá hringdi hún í mig uppá deild. ég heyrði að henni lá eithvað á
brjósti, ég vissi alveg hvað var að fara að gerast, ég spjallaði við hana í smá stund svo stoppaði hún í smástund og svo sagði hún “Ég get þetta ekki lengur”, ég fann hjartað
taka kipp. ég vildi ekki trúa þessu. eftir smá stund sagði ég “hvað?”.
Ég spurði hvort við gætum reint aftur þegar ég kæmi út, hún sagði sagði “já auðvitað”.
Ég man ekki mikið eftir það nema það ég kvaddi hana og sagðist elska hana.
svo flaug síminn í veginn. og starfsmenn deildarinnar komu hlaupandi, ég var vægast
sagt ekki sáttur.
vikurnar á eftir var ég ekki ég sjálfur, ég setti upp þvílika grímu, eins og ég væri
mjög hress og í góðu skapi, var alltaf á fullu, ég þreifst á athygli annara. en þegar ég
var einn brotnaði ég alltaf niður. ég bara gat ekki horfst í augu við þetta lengur.

og ekki skánaði það. ég byrjaði að drekka og dópa mikklu meira, bara til þess að flígja
sjálfan mig.
Svo eftir nánast þriggja mánaða dvöl á geðdeildini var mér hennt út fyrir að vera að
versla með fíkniefni þarna inni.
Það var gjörsamlega allt að hrynja í kringum mig.
talaði ekki við fjölskylduna, kærastan farin, systkini mín hrædd við mig, hennt
útaf geðdeild og foreldrar mínir vissu allt um fíkniefna neyslu mína.
En ekki hætti ég að nota.
en þar sem þetta er ekki grein um fíkniefna neyslu mína heldur sambandslitin og
ástarsorgina sem ég gat ekki horfst í augu við.
Ég hugsaði um hana á hverjum degi, en ég þorði ekki að hringja þar sem hún var
hrædd við mig eftir allar sögurnar sem höfðu gengið um mig.

Ég er löngu kominn yfir þetta núna, búinn að vera edrú í langan tíma, kominn í skóla,
trausta vinnu og á góða vini, og kvennamálin eru alsekki svo slæm heldur.
En það sem ég er búinn að vera að hugsa um alveg síðan þetta ævintýri gerðist er,
ætti ég að tala við hana ? segja fyrirgefðu fyrir allt, þakka henni fyrir allt sem hún
gerði og hversu feginn ég er að hún losaði sig út úr þessu sambandi áður en
ég dró hana með mér í þetta.

ps. við byrjuðum saman fyrir rumlega þrem árum.


Takk fyrir og engin skítköst takk ( þó sagan bjóði nú kanski alveg uppá það )