Núna er nóttin loksins liðin. Ég er ekki búin að sofa mikið því að hugsanir mínar hafa haldið fyrir mér vöku.

Þannig er staðan að ég og kærastinn minn náum ótrúlega vel saman, og samband okkar er næstum alveg fullkomið. Nema það er eitt sem ég get ekki hætt að hugsa um…

Kærastinn minn tilheyrir þessum vinahópi sem hann umgengst mjög mikið. Það er svo sem ekkert að því nema að hann vill aldrei taka mig með þegar hann fer að skemmta sér með þeim. Ég er aðeins yngri en hann, en ég held samt ekki að það sé ástæðan.

Spurning mín er sú… Ef ég er ekki nógu góð til þess að fara með á djammið með vinum hans, er ég þá nokkuð nógu góð til þess að vera með honum á annað borð??
Ætti ég að láta hann róa, því mér finnst þetta vera svo mikil niðurlægjing??
Það sem verra er að ástæðan sem hann gefur mér er sú að stelpurnar í hópnum verði brjálaðar ef hann fer ekki á djammið með þeim!!
Ég er ekki að biðja hann um að hætta að vera með vinum sínum, ég vil bara fá að vera með…

Er þá allt sem hann hefur sagt mér um það hvað við náum vel saman og verið tóm steypa? Ég meina ef við náum vel saman, get ég ekki náð góðu sambandi við vini hans??

Segið mér hvað þið ykkur finnst svo ég geti farið aftur að sofa.