Hæ aftur. Ég er ekki að boða nýtt áhugamál eða eitthvað þótt titillinn gæti kannski gefið það til kynna =)

Ég ætlaði að tala um hlutverk þessa áhugamáls. Mér finnst alltof mikið um það að fólk er að tala um vandamál sín og svoleiðis hérna. Ég hef meira að segja sent inn vælgrein fyrir ekki svo löngu síðan. Það er önnur hver grein hérna um persónuleg vandamál og lausnir við vandamálum fólks, sem er ekkert svo slæmt, en mér findist betra ef það væri bara til sér áhugamál fyrir vandamál.
Þá væri því skipt niður í flokka, t.d. ást, einkalíf, félagslíf, fjölskyldulíf o.s.frv. Þá vissi fólk líka hvar það ætti að leita því það eru ekki ófáar greinar sem byrja á: Ég vissi ekki alveg hvar ég átti að setja þessa grein, en fannst þetta einhvernvegin líklegast…..

Fyrst þetta áhugamál heitir rómantík finnst mér eins og við ættum að tala meira um rómantík. Það er líka allt í lagi þótt svipaðar greinar komi oft. Mér finnst það ansi hvimleitt þegar einhver er alltaf að segja að þetta sé gamalt og fleira í þeim dúr eins og þeim væri borgað fyrir það. Þótt margir séu “alltaf” á huga eru það ekki allir. Sumir hafa ekki lesið hverja einustu grein hérna og mega alveg spurja að því sem þeir vilja þótt það hafi komið áður.

Þetta er kannski alveg glötuð hugmynd og það getur vel verið að það sé oft búið koma með hana. Þá rakkið þið mig bara niður og ekkert múður með það=)

Takk fyrir að hlusta á þetta helvítis væl í mér =D
“Hættu að horfa á fingurinn, horfðu þangað sem hann bendir”