Rómantík er í mínum augum annað orð yfir erótík og kynlíf, jafnvel þótt orðabókin myndi ekki flokka rómantík undir þessa tvo flokka er þetta það sem rómantík er í mínum augum í dag.

Hvergi kemst að rómantík án erótíkur, en oft er erótík og kynlíf án rómantíkur.
Oft er notað orðið rómantík til að meina erótík og kynlíf, og til varnar máli mínu bendi ég á helstu tískutímarit landsins.

Seldar eru rómantískar spennusögur útí búðum, en innihalda þær lítið annað en kynlíf og erótík.

Þegar fólk er að tala um að hafa rómantíska stund saman, meinar það athöfn sem inniheldur erótík og kynlíf.

Samsafn rómantískra muna eins og gervilimir, kynlífsdúkkur, titrarar, fiðrildi og fleira flokkast undir “erótísk leikföng”, en samheiti erótík í dag er rómantík.

Þetta er aðeins mitt álit á hugtakinu rómantík, og efast ég alls ekki um að mjög margir eru ósammála mér í þessu efni, en á íslandi er skoðanafrelsi, svo að ég hef rétt til að hafa þessa skoðun.

Margt fólk hugsar um rómantík alveg eins og það upplifir hana í sjónvarpi og kvikmyndum, til dæmis kertaljós og arineldur, en er ég á móti þeirri túlkun á hugtakinu rómantík, og finnst mér að það ætti að flokkast undir erótík og kynlíf, því jú, það er það sem þjóðlífið er að gera úr hugtakinu, en neitar að viðurkenna það.

En allir hafa mismunandi túlkun á hugtakinu rómantík, og verður aldrei ákveðið fyrir hvað það stendur fyrir, vegna þeirrar dýptar sem hugtakið hefur náð í sálarkynnum mannsins.


Til lesenda: Ef skrif þessi eru túlkuð sem persónuleg árás á einhvern aðila, meina ég ekki orð af þessu.

Kv.
Atlas
<img src="