Einhver maður sagði mér að það versta sem nokkur maður gæti upplifað væri að elska einhvern sem gæti ekki elskað mann til baka. Vandinn við þessi mætu orða er að menn og konur þessa heims þurfa að trúa á ást og það gerði ég ekki. Þetta er ekki skáldssaga þó þetta hljóði sem slík, þetta er blákaldur veruleikinn.

Ég trúði ekki á ást, sambönd eiga vera byggð á hagkvæmni hugsanlega einhverjum losta og kannski einhverju öðru. Ást getur ekki verið neitt annað en meðal hinna veikburða sem þurfa tilgang til að réttlæta tilvist sína. Er það ekki?

Fæst viljum við hafa rangt fyrir okkur en sjaldan hefur mér orðið á í messunni og nú, ég lagði af stað til að sigra heiminn en endaði ástfanginn og allslaus. Kannski ekki allslaus en ástfanginn upp fyrir haus og fyrsta sinn á ævi minni ráðlaus og máttvana fyrir þessari furðulegu tilfiningu. Tilfiningu sem tekur á sig allar myndir og virðist aldrei ætla að enda.

Sjáðu til kæri lesandi hún byrtist mér fyrst fyrir sjónir á fundi hjá mætri stofnun nokkuri og skar sig strax úr sökum myndurleika og snilligáfu sinnar. Enginn kvennmaður hvað þá karlmaður hefur skákað mér í mælskulist eða hugsjónum en þarna varð ég orðlaus. Ást við fyrstu sýn? Nei ekki alveg. Smátt og smátt kom þessu undarlega tilfining sem engra skýringa er að finna á. Er það sjúkdómur? Hugsanlega en hver vill eina sprautu við honum.

Hún er klár, falleg, skemmtileg, hlý, tillitssöm, ákveðin og í raun allt sem góðri manneskju sæmir. Berleggja stúlkur, þvengstuttar og brjóstamiklar sem vekja losta hjá flestum karlpeningnum eru mér lítilsvirði og hjákátlegar í samanburði við hana. Hjartgóðri stúlku er varla hægt að finna og lýsir ljóð Jónasar Hallgrímssonar hjartablýðu hennar vel:

Það er hlýtt af ástaryl,
öllum blítt og mest í vil.
Logann ól það elskunnar
undir skjóli miskunnar.

Mig skorti alltaf hugrekkið til að tjá henni tilfiningar mínar ég hélt nefnilega að til væru myndarlegri menn, það væru efnaðir menn þarna úti, sem geta veitt henni betur það sem hún á skilið. Nú þremur árum eftir að ég kynntist henni fyrst, hvílir hún í örmum annars mans og ég get einungis vonað að hún sé eins hamingjusöm með honum og hún hefði getað verið með mér. Ég læt því hér við sitja, hún er hamingjusöm og ég mun ekki spilla því.

Mín kæra vinkona og félagi lifðu heil og hamingjusöm og meiga dagar þínir vera fyltir gleði og hamingju.

Ástin er undarleg og tekur okkur upp í hæstu hæðir en þeim mun hærra sem við komumst þeim mun verra er fallið. Það er rétt sem mér var sagt það er erfitt að elska einhvern sem getur ekki elskað mann á móti.

Ég þakka þeim sem lásu og óska ykkur góðar stundi