Ég hef verið að pæla nýlega um ástina og þá kom upp þessi spurning:

Er ást eitthvað fyrirbæri sem myndast milli tveggja einstaklinga sem eru ástfangnir, eða er ástin bara þín megin? Í því hvernig þú upplifir manneskjuna sem þú ert ástfangin af???

Þetta var kannski frekar flókið…

Er ást ekki einfaldlega mæld í fegurðarskyni hvers og eins?? (Fegurðarskyn er kannski ekki alveg rétta orðið samt…) Það sem ég er að meina er það afhverju maður velur eitthvað fram yfir annað. Ég vil frekar lesa Moggann á morgnana en Andrés Önd. Ég vil frekar þennan strák því mér finnst hann skemmtilegri en þessi strákur. O.s.fr.v.

Þegar ég var yngri þá fannst mér Andrés Önd algjör snilld, en núna meika ég ekki að lesa eina opnu. Ég er ekki að tala um það að ég hafi fengið leið á honum, heldur það að ég hafi vaxið upp úr þeim húmor sem er í Andrés Önd.

Er þessu eins farið með fólk??

Getur maður líka vaxið upp úr tilfinningum???

Þegar kemur að því að velja sér lífsförunaut getur maður þá eitthvað treyst á það hvað manni finnst þá og þegar??
Verðu maður ekki einfaldlega vaxinn frá þeirri manneskju eftir vissan tíma? Eða er ást eitthvað sem myndast á milli tveggja persóna og dofnar ekkert þó svo að manneskjurnar þroskist og breytist?

Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa eitthvað á Hugann, þannig að gjörið svo vel að „hrauna“ aðeins yfir mig :)