Ég er búinn að vera að hitta eina yndislega stelpu undanfarið en ákvað að ljúka því í gær. Hún er bæði skemmtileg,gáfuð og falleg. Reyndar bara 17ára en samt með miklu meiri reynslu en ég því hún hefur verið í 3samböndum en ég engu.

Á fyrsta deiti kom mér svo óvart hvað ég gat verið opinn við hana því venjulega þori ég aldrei að tala við ókunnuga frá hjartanu. Síðan fórum við heim og spiluðum á píanóið! (erum bæði nokkuð góð) Sungum meira að segja saman “A whole new world” og það var bara það svakalegasta rómantískasta sem ég hef upplifað! Maður fékk bara hroll en þorði ekki að reyna neitt til að spilla mómentinu. Fullkomið kvöld endaði asnalega því ég spurði f. framan húsið hennar hvort ég mætti kyssa hana bless(hún sagði “já”) en á síðustu stundu snéri hún höfðinu þannig að kossinn endaði á kinninni. Ég kenndi sjálfum mér mikið um þetta kossaklúður og ákvað ómeðvitað að reyna aldrei við hana nema neonljós myndu blikka á enninu hennar og segðu “kysstu mig!!!”.

Ég reyndi fyrst að bjóða henni í bláa lónið - ætlaði síðan að bjóða henni á Ask - gefa henni síðan rós heima með svona viðarhjarta(sem ég fann í búð) sem stóð “þúsund og ein nótt með þér”. Var búinn að útplana allt en síðan hringdi ég. Ég HATA að hringja í stelpur og hún vildi ekki með mér í lónið, sagðist vera eitthvað spéhrædd. Síðar fattaði ég að henni fannst það of mikið því hún VILL BARA VERA VINIR!!!

Ég hélt samt áfram að hitta hana og við gátum talað um allt! Mér leið svakalega vel með henni(þrátt fyrir að við gerðum aldrei neitt dónó) en þegar maður var einn kom sorgin og vonleysið. Maður fór að pæla hvort það væri eitthvað í fari manns sem maður gæti fixað til að láta hana vera hrifna af mér.

Ég sagði henni(bara í léttu sko) hvað ég væri alltaf hrifinn af henni og benti henni meira segja á ljóð eftir mig hérna á huga.is
Flest ljóðin eru beint/óbeint um hana…síðustu vikur.

Vinir? Ok, ég er búinn að reyna það og hefur sjaldan liðið jafn hrikalega ílla! Ég sá hana fyrir mér í hyllingum allan daginn og hjartað tók kipp við hvert SMS sem hún sendi.

En í gær sagði ég við hana að ég gæti ekki verið meira vinur hennar því það væri alveg að fara með mig í gröfina. Svefnleysi,lystarleysi er farið að há mér og sjálfstraust mitt hefur minnkað eitthvað (var ekki mikið fyrir).

Í gærkveldi þegar ég faðmaði hana bless og ég fæ sting við að hugsa um það. Þrátt fyrir að það þetta sé ekki kanski góður endir er þetta samt ákveðinn léttir því nú er þessum kafla lokið í lífsbókinni minni og kominn tími að byrja annan…eða bara fara í klaustur til Grænlands :)
“True words are never spoken”