Þannig er mál með vexti að ég kynntist stelpu fyrir svona þrem mánuðum og ég held að ég geti sagt að ég hafi aldrei verið svona mikið hrifinn af einni manneskju(ástfanginn?) Hún er fullkomin í mínum augum, skemmtileg, yndisleg, hávaxin og í kaupbæti falleg og vel vaxin. Fyrst þegar ég hitti hana var ég drukkinn og endaði með henni heima hjá mér, síðan gerðist ekkert í svona 3 vikur en þá þorði ég að hafa samband við hana því ég var alveg heillaður af henni. Síðan þá erum við búin að vera mikið saman, en svona sem vinir því ég er svo feiminn að ég þori ekki að stíga næsta skref því ég veit ekki hvað hún vill. Allir vinir mínir vilja meina að við séum saman og jafnvel vinir hennar líka en við höfum bara hlegið að því. Ég hef aldrei átt svona nána vinkonu og því er ekki furða þótt það sé litið á okkur sem par. En mig langar að koma þessu yfir á næsta stig, halda utanum hana og allan þann pakka en bara veit ekki hvernig ég á að tala við hana um það.
Ég er alveg ómögulegur í öllum stelpumálum vegna feimni
Getur einhver gefið mér einhver ráð?