Ég velti oft fyrir mér afhverju er stundum svo erfitt að fyrirgefa
þó að það sé kannski ekkert mikið sem maður þarf að fyrirgefa. Það er líklegast af því að ég er svo þrjósk. Ef ég og kærastinn minn er kannski að þræta eitthvað..ég meina kannski ekkert merkilegt,,bara eitthvað sem maður ætti kannski ekki að vera þræta um og maður veit alveg að ef maður biðst fyrirgefningar þá hættir maður að þræta í flestum tilvikium. Og líka ef maður er beðin fyrirgefningar, þá vill maður kannski ekkert fyrirgefa strax, heldur klára að segja það sem manni finnst. Þó að maður viti að það sé best að fyrirgefa. Og ef maður fyrirgefur ekki, þá rífst maður bara ennþá meira og það endar að öðrum sárni. Þannig að ég held að það sé bara best að fyrirgefa strax og maður fær tækifæri til.