Ég er mjög lífsglöð manneskja, hef ekki alltaf verið það sökum eineltis og sökum þess að þeir vinir sem ég valdi á þeim tíma voru ekki traustsins verðir. (þeir gátu sagt mér allt en ég mátti aldrei væla neitt án þess að yrði gert grín að mér).

Ég er þannig manneskja sem finnst gaman að fíflast og gera það sem henni sýnist, hlær oft og reynir að fá aðra til að hlæja.

Allt í lagi, ég eyddi páskunum með fjölskyldunni og var ekkert að fíflast í kringum þau, var fremur róleg manneskja og sagði mjög fátt. Er ég kom í skólann aftur, var ég alveg eins. Ég var ekki lengur þessi skrítna skemmtilega stelpa, heldur alvarlega stelpan. Og mig langaði að segja nokkrum krökkum að fara til fjandans..

Örugglega bara slæmur dagur hjá mér .. en mér líður eins og ég sé hálf niðri stundum.. gæti verið vegna stráks sem ég er með.

Þessi strákur er í bekknum mínum, þetta byrjaði allt fyrir jól þar sem ég endaði við hliðina á honum, urðum góðir vinir og svo spurði ég eitt sinn vinkonu mína til að gá hvort hann væri hrifinn af mér (mjög feiminn strákur). Hún gerði það og fékk játandi svar, hinsvegar sagði hún mér ekki að hún sagði honum að hrifningin var gagnkvæm hjá mér í hans garð..

Þetta var náttúrulega fáránlegt að segja að ég væri hrifin af honum, þetta var meira svona .. skrítin hrifning, óvissa.. var ekkert með þennan fiðring í maganum, nánast ekki neitt. Þetta var meira svona .. vináttu hrifning einhvern veginn.. ég var að drepast úr ‘krúttleika’ (hann var svo sætur að það var ekki eðlilegt)

En já, ég vissi ekki að þessi vinkona mín hafði sagt honum þetta. Og strákurinn, eins feiminn og hann er, fór að fjarlægast mig og var þannig næstu tvær til þrjár vikur. Ég hef aldrei talað við hann um nein mín vandamál eða tilfinningar, ekki treyst honum fyrir tilfinningum mínum.

Hann er mjög lokaður því hann treystir ekki neinum heldur og snýr oftast öllu í grín, hann fær mig þó til að brosa. En þetta óöruggi er að ganga frá mér ..

Ég veit ekki hvað hann vill og ég veit ekki hvernig honum líður .. mig langar að fá stundum hlutina hreint og beint út, ekki bara endalaust vera að reyna að fatta það sjálf, þó það getur verið ágætt.. en .. að minnsta kosti eitt orð..

Og já, ég hef aldrei hringt í hann né hann í mig .. er varla viss hvort við séum saman.. fólk kemur þannig fram við okkur og allt..

Uhm, varðandi tilfinningar mínar til hans þá líður mér vel í kringum hann, ekki endilega endalaus hamingja og endorfín flæði, en það er mjög þægilegt. Hann er mjög svipaður persónuleiki og ég og hann lætur t.d. í ljós alla mína galla sem ég hef reynt að fela allt mitt líf..

Við erum bæði sextán/sautján..

Hm.. ég veit annars ekki. Vandamálið er basically að ég á erfitt með að opna mig því ég er hrædd um hvað honum finnst þó ég sé oft mjög sjálfsörugg..

Hef fundið fyrir greinilegum áhuga frá honum að hann vilji hlusta á hvað ég segi, allt sem ég segi finnst honum skemmtilegt að hlusta á ..

Þetta ‘ég vil ekki vera að væla í honum’ mál er úr fyrra sambandi, þar sem strákurinn hætti með mér og varð hrifinn af bestu vinkonu minni því honum þótti ég væla of mikið .. seinna meir komst ég að því að það var ekki ástæðan, hann hætti með mér einfaldlega því hann sá að ég var ‘betri en hann’…

Fáránlegt.

Annars er ég búin að babbla ^^ Kannski er þetta of langt til að vera korkur … uhm..

*sendir inn sem grein* xD