hef aldrei skrifað neitt hérna inná og er búin að eiga aðgang hérna síðan ég var 11 ára,svo nafnið gumsi ? heh en anyways.mér flaug svona í hug að deila með ykkur minni vondu reynslu af dauðanum.Fyrir einu ári og 4 dögum,missti ég bestu vinkonu mína.Við höfðum þekkst síðan við vorum fjögra ára að éta sand úr sandkassanum.þegar við urðum 12 ára flutti hún til Noregs,eða var send þangað af barnaverndarnefnd.Hún flutti til pabba síns sem var drykkfelldur og neytti eiturlyfja.Þegar hún var 13 ára byrjaði hún að fikta við eiturlyf,fyrst hass svo amfetamín,kókaín,MDMA,Sýra,Sveppir og á endanum fór hún að Sprauta sig.Ég gerði allt sem ég gat til þess að fá hana úr þessum ógeðslega heimi.Og eitt kvöld þá hringir síminn,og þá liggur hún uppá gjörgæsludeild og er í lífshættu.í 3 daga beið ég og vonaði það best.Svo skeði það óumfljýanlega,26 mars hringdi síminn og ég svaraði full af von,það eina sem ég heyrði var “hún er dáin” og þá missti ég símann,ég datt í gólfið og öskraði.Ég hélt ég myndi deyja.Ég vakti í 3 daga stanslaust og kenndi mér um þetta allt.Ýmsar spurningar vöknuðu,“ef ég hefði gert þetta” en ekkert gat breytt þessu,hún var farin.Nokkrum mánuðum seinna þegar sársaukinn var farin að linast.Tók besta vinkona mín uppá því sama,ég leyfði henni að búa hjá mér,gaf henni allan minn pening og það endaði alltaf illa.Ég gerði allt sem í mínu valdi stóð til þess að stoppa þetta.En ekkert gekk.Að lokum sendi ég hana í Meðferð útí Noregi og eyddi mest öllum peningum mínum í það.Eftir 3 daga í meðferð reyndi hún að svipta sig lífi og var send á geðdeild.Efti að hafa verið góð þar í nokkra daga,var henni sleppt.Þá hringir hún í mig og segir að ég sé ekkert í hennar augum,að hún ætli að fara og drepa sig á þessu.Nokkrum tímum seinna finnst hún dáin.Allt hvolfdist yfir mig aftur,sársaukinn.Ég finn alltaf þetta tóm,þessa holu.En hvað get ég gert ? ég vil þær aftur,þær voru mér allt.
Veit ekki afhverju mér datt í hug að skrifa þetta,þurfti bara að létta á hjarta mínu og ætli ég sé ekki að leita eftir smá stuðning,smá ljósi í myrkrinu.
En ekkert getur stoppað þennan sársauka.