Mér finnst alltaf jafn fyndið að lesa hvað fólki hefur að segja um SMS. Það virðast flestir vera á þeirri skoðun að þetta sé “sorp” samskiptaháttur og það að senda SMS sé afsökun til þess að þurfa ekki að face-a stelpuna/strákinn. Ég held að fólk misskilji gjörsamlega tilganginn. Það kemur ekkert í stað gömlu góðu “face-to-face” aðferðarinnar en SMS ætti að notast sem enn ein leiðið til að hafa samskipti!