Ég er í svona situation þar sem fyrrverandi minn og ég erum að fatta, ári eftir að við hættum saman, að við bara dauðsjáum eftir að hafa hætt með hvoru öðru.

Ég hætti með honum mikið til vegna þess að vinkonur mínar, sem höfðu allar þekkt hann lengur en ég, voru endalaust að suða í mér að hann hefði haldið framhjá öllum stelpum sem hann hafði verið með. Þetta átti sérstaklega við um eina þeirra.

Þetta endaði allt með því að ég gafst upp og hætti með honum. Trúði stelpunum frekar en honum. Eftir að við hættum saman þoldum við ekki hvort annað og vorum hreinlega bara ógeðlseg í framkomu.

Núna, ári seinna, hringir vinkona mín í mig, hauga full, og tilkynnir mér það að hún hafi verið að ljúga, hún hafi verið öfundsjúk og haldið að hún fengi hann ef ég hætti með honum (sem betur fer gerðist það ekki).

Ég sá rosalega eftir stráknum og hætti aldrei að þykja vænt um hann, þó ég hafi látið annað í ljós, þetta var nógu erfitt fyrir að ég þryrfti nú ekki að fara að bæta “ástarsorg” ofaná allt.

Ég ákvað að hringja í hann og biðjast afsökunar á því hvernig ég lét, og ég gerði það. Við töluðum saman í um 3 klukkutíma, og erum óendanlega góðir vinir eftir þetta. Tímasetningin gat ekki verið “betri”. Hann er trúlofaður, búinn að vera það í 2 mánuði og allt í lagi með það nema að hún fór all rosalega á bak við hann og hann er búinn að vera hringlaus í viku.

Hann er búin að vera að nota þennan tíma til að hugsa hvort hann vilji vera áfram með henni eða hvað…ÞETTA VAR ÁÐUR EN ÉG HRINGDI!

Eftir að við töluðum saman þessa 3 tíma leið c.a klukkutími þangað til að hann hringdi aftur. Hann hringdi bara til að segja mér að hann saknaði mín og langaði ekkert meira en að vera hjá mér og honum þætti ennþá rosalega vænt um mig.

Mér líður ömurlega yfir þessu, auðvitað langar mig að segja honum að henda henni bara í ruslið svo við getum verið aftur saman en ég gerði það ekki og geri það ekki!

Ég sagði honum að gleyma mér algjörlega, hugsa bara um stelpuna og hvað hann ætlar að gera í þeim málum, svo má hann hafa samband við mig.

Finnst ykkur þetta rangt? Hefðuð þið gert eitthvað annað?
Hvað þá?

Kveðja Queeny.