Ég veit ekki hvað fékk mig til að skrifa hér.. ætli ég þurfi ekki bara útrás eða álit eða eitthvað.

Held að þetta verði löööng saga því að ég þarf að byrja frá því að ég var í 10. bekk og kynntist strák sem við skulum kalla XX, við byrjuðum saman í apríl 2004 eða eins og við miðuðum bara við bæði, fyrsta kossinn. 24.04.04 og ég gleymi honum aldrei. Þetta var fyrsti kossinn okkar beggja.
Allt gekk rosalega vel og ég var svooo hamingjusöm með honum þar til eftir um ár þá hætti hann með mér og ég trúði varla mínum eigin eyrum hvað ég var að heyra.. ég átti mjög erfitt með að fá ástæðuna frá honum en svo kom hún – að hann hefði alltaf svo lítinn tíma, og við lítinn tíma til að vera saman.
Ég varð svo sár og í minni ástarsorg gerði ég fyrstu stóru stóru mistökin..
þau byrjuðu svo að einn af bestu vinum hans byrjaði að reyna við mig, eitthvar var ég nú glöð að fá athygli frá eitthverjum strák þar sem ég var nýbúin að fá höfnun. Og fórum við saman á eitthvað 1 ball og eftir það hætti ég þessu, semsagt hætti að hitta hann og tala við hann. Fattaði svo seinna hversu heimskt þetta var af mér.

Ég og XX héldum samt áfram að vera góðir vinir, en það var alltaf eitthvað á milli okkar.
Auðvitað sagði ég honum frá besta vin hans sem ég fór á ballið með og svoleiðis. Svo um mánuði seinna þá var hann að keyra mig heim frá smá boði sem við vorum í hjá vinkonu okkar, og daginn eftir var ég að fara til Spánar og við gistum saman nóttina áður. Þá spurði hann mig sem mér fannst alveg rosalega sætt (þótt að sumum muni kannski finnast það barnalegt:P) ; viltu byrja með mér? Og ég sagði já, en hann sagði þetta ekki eins og svona 7-bekkingar mundu segja, vona að þið fattið

Og þá vorum við saman þar til í október núna í fyrra, í 1 og hálft ár í viðbót en þá sagði ég að eg vildi taka pásu og svo 3 dögum seinna sagði hann að það væri réttast og að hætta saman.
Jújú, það er gild ástæða fyrir því að við hættum saman og hún er að við vorum svo oft að rífast en ég veit að það hefði verið hægt að laga það með því að tala saman betur og ræða málin, en hann stóð fast á sínu og sagði að þetta væri réttast.
Ég hágrét í marga daga, með dúndrandi hausverk og kom ekki niður mat.

Við erum í sama vinahóp svo að það var ekki beint hægt að forðast það að hittast oft, gerðum ekkert í hálfan mánuð en hinsvegar gerði ég eitthvað sem ég er langt frá því að vera stolt af.. ég hitti annan strák og ég svaf hjá honum, en hinsvegar var það mjög klaufalegt og asnalegt og ég vildi að ég hefði aldrei gert þetta.. sama kvöld hringdi ég í XX og sagði honum þetta því að ég var með svo mikið samviskubit..og mér leið hræðilega.. ég var alls ekki að hugsa!! (við töluðum samt mikið saman, við sögðum hvort öðru allt)
Þið megið kalla mig druslu eða hvað sem er að stökkva svona strax á annan strák..en ég er það alls ekki, mér líður hræðilega að hafa gert þetta.

Hann varð alveg rosalega sár sem ég skil alveg 100% en ég því miður get ekki tekið neitt til baka og við töluðum rosalega mikið um þetta.
Svo var ég eitthvern tímann að keyra hann heim til sín og við kysstumst og fórum lengra og lengra en þó ekki alla leið=). Ég skil samt ekki hvernig hann gat bara kysst mig eftir allt þetta drama sem við fórum í gegnum.
Eftir þetta héldum við alltaf meira og meira að gera eitthvað, fórum að hanga saman og kyssast, stunda kynlíf..o.s.fr.v. Hann gaf mér afmælisgjöf og við gáfum hvort öðru jólagjöf og eyddum jólunum saman og það var svo gott.

Við vorum alltaf svo efins bæði tvö, hvort við ættum að hætta, hvenær þetta ætti að hætta en okkur leið bara svo vel. Núna í janúar segir hann að það sé skynsamlegast að hætta þessu og nú veit ég ekki hvað ég á að gera, við elskum hvort annað svo mikið en hann segir að þetta se skynsamlegast þrátt fyrir að við viljum bæði halda áfram.

Það er kannski erfitt fyrir ykkur að skilja stöðuna sem við erum í og virkilega erfitt fyrir mig að útskýra.

Hann segir að það gæti kannski orðið eitthvað seinna eftir mörg ár jafnvel..og segir að við þurfum að komast yfir hvort annað.
Ég skil bara ekki af hverju maður á ekki bara að njóta þess þar sem við elskum að vera saman og þykir svo vænt um hvort annað.

Ég skrifaði langt bréf til hans um hvað mér finndist og það hafði áhrif á hann en hann var samt ekkert viss um hvort sambandið gæti gengið..
Ég sagði t.d. í bréfinu að við þyrftum bara að tala meira saman svo við myndum hætta að rífast.

Ég veit bara ekki hvort ég ætti að reyna að komast yfir hann eða reyna meira því að ég veit að hann elskar mig..og mér finnst að þetta samband geti gengið upp.

Við tölum saman daglega, og ef við hættum þessu þá ætlum við að gera allt til að vera vinir a.m.k.

Takk fyrir að lesa þetta fyrir þá sem nenntu því ^^,

Afþakka öll skítköst takk fyrir.