Það hefur verið svolítil umræða um hvað það sé hallærislegt að bjóða stelpum (eða strákum) út með því að senda SMS. Ég verð að segja að mér finnst þetta vera hið besta mál. SMS er bara eins og bréf, stundum er betra að skrifa hlutina en að segja og þá er þetta snögg og einföld lausn. Það verður samt að draga mörkin einhverstaðar en það verður bara hver og einn að finna. Þetta hefur reynst mér vel, þar sem SMS er líka einfaldlega öðruvísi leið að samskiptum. Hvað finnst ykkur???