Mig langar svolítið að deila aðeins meira af mér heldur en ég hef gert. Ég er í svona “fallegu” skapi núna eftir erfiðann vinnudag og samt líður mér ágætlega. Það sem mér finnst fallegt í lífinu er eiginlega þrennt. Fyrst af öllu er mamman. Ólétt kona er bara það fallegasta í lífinu (fyrir utan son minn). Ég er í raun ástfanginn af óléttum konum. Það er bara öll þessi hlýja í kringum verðandi mæður. Þetta eru konur sem ganga með börn í 9 mánuði innan í sér! Þetta er bara eitt af fallegustu undrum veraldar. Móðurást og kærleikur þeirra er eitt það fallegasta og rómantískasta í heiminum. Svo er það þokan. Allt það dularfulla sem fylgir þokum. Að sjá kannski ekki neitt fram fyrir sig og bara hlusta á hljóðin í þokunni er alveg brilliant. Svo er líka svo flott við þokuna að öll ljós (t.d. frá ljósastaurum) verður svona þægilega mjúk og hlý. Frábært! (Það náttúrulega toppar allt saman að sjá ólétta konu í þoku, og þeir sem hafa séð slíkt undur eru örugglega sammála mér um það að það sé einstaklega hlýtt og gefandi). Svo er það þriðja, fatlað fólk sem er ástfangið. Sú ást er svo hreyn og laus við alla uppgerð að maður kemst ekki hjá því að öfunda svoleiðis fólk. Hver hefur upplifað flekklausa og hreinskilna ást? Fáir held ég. En þú veist, bara svona til þess að sýna ykkur aðeins í mig og láta ykkur vita að þó svo að það sé mánudagur þá getur hann gengið upp!
Fallegur að innan í dag!
Gromit