Ég er 19 ára og með strák. Við erum búin að vera saman í 2 ár. Ég elska hann og hann segist elska mig (ég trúi honum ekki). Málið er það að fyrir stuttu byrjaði ég að vinna á nýjum stað (og er í skóla líka) og þar er þessi líka gullfallegi náungi og hann er geggjað skemmtilegur. Ég þekki hann rosalega lítið og veit ekki hvort hann er með einhverri eða ekki. Mig langar geðveikt til að reyna við hann (ég er að vísu að reyna lúmskt við hann) en ég vil ekki særa kærastann minn með því að hætta með honum núna og byrja með öðrum og svo endist það kannski ekki !!! Kærastinn minn er langbesti vinur minn líka og hefur reynst mér brjálað vel í öllu. Eftir áramót er ég að fara til útlanda í 1 ár eða lengur og þá hættum við saman. Hvað á ég að gera, á ég að segja honum upp núna (við búum saman !!) og reyna við hinn eða á ég að halda áfram með honum ? HJÁÁÁÁÁÁÁLP !!!!