Ég fór í dag aðeins til systur minnar og tappaði af. Það var bara orðið svo mikið sem hvíldi á mér. Ég er eiginlega uppgefinn eftir daginn í dag. Ég er nýbúinn að skrifa bréf til fyrrverandi. Samskiptin hafa verið hálf ömurleg hjá okkur og mig langar til þess að bæta úr því. Af hverju ætli það sé að þegar manni líður illa eða það gengur kannski ekkert vel hjá manni að það eru bara spiluð rómantísk og falleg lög í útvarpinu? Hafiði tekið eftir þessu? Mér finnst allt erfitt í dag. Ótal spurningar sækja á mann og maður getur ekkert gert annað en að vera þreyttur. Ég er alveg ótrúlega þreyttur inní mér og ég vill bara að það endi (samt enga skjóta lausn s.br. sjálfsm..)(því það er engin lausn). Hamingja, hamingja, hvar ertu?!? Dagurinn í dag er búinn að taka sinn toll. Það er bara alltaf svona með rigninga-daga.
Ég gekk aðeins framhjá tjörninni í dag og það var alveg frábært að sjá fólk með börnin sín, og jafnvel barnabörn, að gefa öndunum. Bara það að sjá fólk gefa öndunum bjargar því sem bjargast getur af deginum. En allavegana ætla ég að skrifa aðra grein og hvíla mig svo að innan sem utan.
Líður blátt (feelin´ blue)
Gromit